Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 136
136 TMM 2014 · 4
Soffía Auður Birgisdóttir
„Í leik með víddir
og veruleika“
Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir: Stúlka
með maga. Skáldættarsaga. JPV útgáfa
2013.
I
Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar
innan hinnar sögulegu skáldsögu á
undanförnum áratugum, kenndar við
póstmódernískan leik og uppreisn gegn
stöðnuðu formi. Á sama tíma hefur
þetta bókmenntagervi, það er að segja
skáldskapur sem staðsettur er innan
kunnuglegra aðstæðna og þekktra
atburða sögu og umhverfis, notið vax
andi vinsælda jafnt meðal almennra les
anda sem og fræðimanna og eru það
ekki síst hin óljósu mörk sannfræði og
skáldskapar sem leikið er með í textun
um sem heilla marga lesendur – en pirra
aðra. Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir
hefur áður leikið sér á þessum mörkum
og hún er kannski betur í stakk búin til
þess en margir, með trausta menntun í
sagnfræði um leið og hún er gædd hinni
skyggnu ljóðhugsun skáldsins (sjá s. 33).
Fyrir aldarfjórðungi sendi Þórunn frá
sér ævisögu Snorra á Húsafelli (1989)
sem óhætt er að kalla tímamótaverk í
slíkum skrifum. Þar tókst henni frábær
lega að gæða hinn sagnfræðilega texta
lífi með því að taka sér ákveðið „skálda
leyfi“ í frásagnarhætti, nota sviðsetning
ar og samtöl til þess að forðast „þurran“
og „fræðilegan“ stíl sem margir lesanda
eiga bágt með að tengjast. Þórunn kall
aði þessa aðferð sína „lýsandi sagn
fræði“ og lagði ríka áherslu á að þótt
hún leyfi sér frjálslega framsetningu þá
byggði hún texta sinn ætíð á traustum
heimildum og trúverðugleikinn ætti
ekki að gjalda fyrir aðferðina.1
Spurningin um trúverðugleika er
ætíð miðlæg í umræðu um skáldskap
sem byggir á sögulegu efni og heimild
um. Þótt lesendur viti vel að þeir séu að
lesa skáldskap vilja flestir þeirra geta
trúað á þann sögulega veruleika sem
teiknaður er upp í textanum; þeir vilja
halda í ranghugmyndina um sannleiks
gildi textans. Slík afstaða fer hins vegar í
taugarnar á mörgum sagnfræðingum
sem vilja skilja á milli sinnar fræði
mennsku og hinna sem iðka skáldskap,
þótt byggður sé á fræðilegu grúski. En
aðrir benda þá aftur á að jafnvel hinir
ráðvönduðustu sagnfræðingar séu til
neyddir að nýta sér skylda aðferð og þeir
sem skrifa skáldskap, vilji þeir á annað
borð koma þekkingu sinni í skriflegt
form. Og ennfremur má velta því fyrir
sér hvort sagnfræðin sé ekki hvort eð er
jafn ofurseld ranghugmyndinni um
sannleika og skáldskapurinn.2
Þórunn er vel meðvituð um þau atriði
sem hér hafa verið reifuð að ofan og hún
gerir í því að rjúfa hina skáldskaparlegu
blekkingu sem bók hennar byggir engu
að síður á og það gerir hún með aðferð
um hinnar sjálfsvísandi frásagnar;3 hún
dregur ítrekað fram sjálft skriftarferlið
og bendir á að það byggir á úrvinnslu og
túlkun fyrirliggjandi heimilda. En sú
sem skrifar frásögnina innan ramma
bókarinnar – Erla – er ekki sú sama og
skrifar það í veruleikanum – Þórunn –
og sú síðarnefnda getur ekki haldið
hinni skáldskaparlegu blekkingu verkið
D ó m a r u m b æ k u r