Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 136
136 TMM 2014 · 4 Soffía Auður Birgisdóttir „Í leik með víddir og veruleika“ Þórunn Erlu­ og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga. Skáldættarsaga. JPV útgáfa 2013. I Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar innan hinnar sögulegu skáldsögu á undanförnum áratugum, kenndar við póstmódernískan leik og uppreisn gegn stöðnuðu formi. Á sama tíma hefur þetta bókmenntagervi, það er að segja skáldskapur sem staðsettur er innan kunnuglegra aðstæðna og þekktra atburða sögu og umhverfis, notið vax­ andi vinsælda jafnt meðal almennra les­ anda sem og fræðimanna og eru það ekki síst hin óljósu mörk sannfræði og skáldskapar sem leikið er með í textun­ um sem heilla marga lesendur – en pirra aðra. Þórunn Erlu­ og Valdimarsdóttir hefur áður leikið sér á þessum mörkum og hún er kannski betur í stakk búin til þess en margir, með trausta menntun í sagnfræði um leið og hún er gædd hinni skyggnu ljóðhugsun skáldsins (sjá s. 33). Fyrir aldarfjórðungi sendi Þórunn frá sér ævisögu Snorra á Húsafelli (1989) sem óhætt er að kalla tímamótaverk í slíkum skrifum. Þar tókst henni frábær­ lega að gæða hinn sagnfræðilega texta lífi með því að taka sér ákveðið „skálda­ leyfi“ í frásagnarhætti, nota sviðsetning­ ar og samtöl til þess að forðast „þurran“ og „fræðilegan“ stíl sem margir lesanda eiga bágt með að tengjast. Þórunn kall­ aði þessa aðferð sína „lýsandi sagn­ fræði“ og lagði ríka áherslu á að þótt hún leyfi sér frjálslega framsetningu þá byggði hún texta sinn ætíð á traustum heimildum og trúverðugleikinn ætti ekki að gjalda fyrir aðferðina.1 Spurningin um trúverðugleika er ætíð miðlæg í umræðu um skáldskap sem byggir á sögulegu efni og heimild­ um. Þótt lesendur viti vel að þeir séu að lesa skáldskap vilja flestir þeirra geta trúað á þann sögulega veruleika sem teiknaður er upp í textanum; þeir vilja halda í ranghugmyndina um sannleiks­ gildi textans. Slík afstaða fer hins vegar í taugarnar á mörgum sagnfræðingum sem vilja skilja á milli sinnar fræði­ mennsku og hinna sem iðka skáldskap, þótt byggður sé á fræðilegu grúski. En aðrir benda þá aftur á að jafnvel hinir ráðvönduðustu sagnfræðingar séu til­ neyddir að nýta sér skylda aðferð og þeir sem skrifa skáldskap, vilji þeir á annað borð koma þekkingu sinni í skriflegt form. Og ennfremur má velta því fyrir sér hvort sagnfræðin sé ekki hvort eð er jafn ofurseld ranghugmyndinni um sannleika og skáldskapurinn.2 Þórunn er vel meðvituð um þau atriði sem hér hafa verið reifuð að ofan og hún gerir í því að rjúfa hina skáldskaparlegu blekkingu sem bók hennar byggir engu að síður á og það gerir hún með aðferð­ um hinnar sjálfsvísandi frásagnar;3 hún dregur ítrekað fram sjálft skriftarferlið og bendir á að það byggir á úrvinnslu og túlkun fyrirliggjandi heimilda. En sú sem skrifar frásögnina innan ramma bókarinnar – Erla – er ekki sú sama og skrifar það í veruleikanum – Þórunn – og sú síðarnefnda getur ekki haldið hinni skáldskaparlegu blekkingu verkið D ó m a r u m b æ k u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.