Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 53
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e TMM 2018 · 3 53 voðaleg átök við að leika Lé, það fer illa með mann, en það er helvíti skemmti- legt. Shakespeare er svo yfirþyrmandi. Innihaldið er svo stórt og voldugt. Það er ekki svona viðamikið í öðrum leikritum, spekin er svo fljúgandi.“22 Nákvæmlega það sama segja þeir leikstjórar og kennarar sem hafa fyrst og fremst fengist við verk Shakespeares allan sinn starfsferil, fólk eins og John Barton, Peter Hall og Nadine George, raddþjálfi sem hefur um áratugaskeið þjálfað fólk víðs vegar um Evrópu í framsögn og raddtækni (og oft komið til Íslands). Texti Shakespeares reynir meira á leikarann, á krafta hans og eftir- fylgni, en texti annarra höfunda. Bundinn texti er áskorun fyrir leikarann, krefjandi og gefandi áskorun. Þessi galdur að samþætta gamlan texta í bundnu máli við nútíma skilning og aðferðir næst ekki nema með þrotlausri vinnu leikarans, hæfileikum, vitsmunum og innsæi. Bundinn texti er hvorki fyrirhöfn né vandamál þegar við höfum náð valdi á honum; þegar hrynjandi háttarins er runnin okkur í merg og bein. John Barton segir: „Stakhendan hjá Shakespeare þarf ekki endilega að leiða til ljóðrænu, þó hún geri það oft og tíðum. Þið skuluð samt ekki hugsa um ljóð eða ljóðrænu, ég forðast að nota þau orð af ásettu ráði. Ég held að hin óljósa hugmynd um ljóðrænu geti leitt leikarann á villigötur. Hún getur leitt hann til þess sem ég kalla að leika eigind eða blæ og smyrja ljóðrænu eða væmni yfir talið. Og síðast en ekki síst getur hún leitt til þess sem ég kalla eitthvað almennt, að leika almenna tilfinningu eða blæ, frekar en ákveðna hugsun eða ætlun. Verkefni leikaranna er að hrífa áhorfendur með sér, fá þá til að hlusta á það sem þeir segja, deila með þeim sögu, hugsun, tilfinningu; það er svo auðvelt að leika einhvers konar yfirlit textans og uppgötva hann ekki, línu fyrir línu, um leið og hann er sagður fram (sérstaklega í eintölum og undirbúinni ræðu). Nú á dögum erum við svolítið feimin við orðin. Við erum að fjarlægjast orðin, málið. Og það er ekki fyrr en okkur þykir vænt um einstök orð að okkur getur þótt vænt um tungumál og ef okkur þykir það ekki getum við ekki notað það almennilega. Þar sem eðlishvöt flestra leikara þrýstir þeim í átt að hinu natúralíska þá ganga þeir iðulega ekki nógu langt. Ég held við ættum að ganga lengra, að minnsta kosti á æfingum, því við getum alltaf dregið í land, ef þess er þörf.“23 Í leikhúsinu verður að virðast sem orðin kvikni í fyrsta sinn um leið og leikarinn segir þau, af því hann þarf á þeim að halda! Persónan þarf einmitt þessi orð til að tjá líðan sína og ætlun. Orðin spretta upp úr kringumstæðum – en eru ekki til áður. Leikarinn þarf að varast að verða eintóna og gæta þess að festast ekki í einum ákveðnum blæ eða hljóðfalli. Það á við um allan dramatískan texta, sérstaklega í bundnu máli eins og hjá Shakespeare. Ávallt þarf að líta til blæ- brigðanna í textanum, og framvindunnar, og leita að söguþræðinum í langri ræðu/eintali. Eintalið verður að flytja söguna áfram. TMM_3_2018.indd 53 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.