Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 79
„ M a n n k y n s s a g a n s e m s ö g u l e g s k á l d s a g a“ TMM 2018 · 3 79 hinn. Ég held sem sé að reynsla og rannsóknir geti farið betur saman en oft er látið í veðri vaka og að gamla hlutlægni-hugmyndin um fræði og vísindi hafi verið helst til lífsseig í ýmsum skrifum um bókmenntir; hún voki víða enn yfir and stæðuparinu rannsóknir~reynsla og afskrifi einatt reynsluna. Þá skiptir ekki litlu að vilji höfundur fjalla um hina valdalausu eða valda- litlu í samfélaginu, konur, börn, samkynhneigða eða aðra minnihlutahópa, eru ritaðar heimildir oft af skornum skammti; vildi ég skrifa sögulega skáld- sögu um tiltekinn langalangalangafa minn myndi ég strax lenda í vand- ræðum af því að móður hans er hvergi getið í heimildum, að því er ég kemst næst. Og það eru ekki síst eyðurnar og útilokunin í sögunni sem hafa orðið til þess að skáldsagnahöfundar víða um lönd hafa laðast að sögulegum skáld- skap síðustu áratugi. Hann gefur þeim tilefni til að draga upp aðra mynd af fortíðinni en sagnfræðin hefur lengst af gert; þeir geta með öðrum orðum tengt staðreyndir og staðreyndabrot á annan hátt en tíðkast hefur; túlkað þau frá öðru sjónarhorni og auðgað þau með ímyndunarafli sínu og tilfinningu fyrir samtíð og fortíð. Sögulegur skáldskapur spannar afar fjölbreytt svið enda oft kenndur við fleira en söguna, t.d. ástir og glæpi, hrylling og hið gotneska, fantasíu og stað- leysu, spennu og vestra, morðgátu og ævintýri, svo að ekki sé minnst á að les- endahópurinn sem hann er ætlaður getur jafnt tekið til barna, unglinga sem fullorðinna.9 En slíkur skáldskapur hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á 19. öld og kemur margt til. Ef litið er yfir síðustu hálfa öld eða ríflega það, má meðal annars nefna sjálfsvitund hinnar svokölluðu póstmódernísku sögu og frásagnareinkenni hennar; svo og rannsóknir síðustu áratuga í taugafræði sem hafa eflt skilning manna á minni, tilfinningum / geðshræringum, sjálfi og fleiru. Þetta tvennt hefur lagt sitt til þess hvað sögulegi skáldskapurinn er orðinn fjölbreyttur. Og einmitt fjölbreytnin veldur því að spyrja má hvort þær skilgreiningar sem menn hafa lengst af nýtt dugi til að gera grein fyrir honum öllum. Væri t.d. einfalt að finna skilgreiningu sem ætti vel við þessar bækur, sem allar hafa verið kallaðar sögulegar skáldsögur: Myndina af heiminum eftir Pétur Gunnarsson, Mei mí beibísitt eftir Mörtu Eiríksdóttur, Örninn og fálkann eftir Val Gunnarsson og Auði Vilborgar Davíðsdóttur? Eitt af því sem hefur verið talið einkenna ýmsan sögulegan skáldskap er að hann geri fortíðina framandi og skapi annarleikatilfinningu í lesandanum.10 Slík tilfinning fylgir þó ekki öllum skáldskap af því tagi. Vilji menn leggja niður fyrir sér íslenskan sögulegan skáldskap, rís því upp sú spurning hvort ekki sé skynsamlegt að styðjast fyrst við víða einfalda skilgreiningu á honum en setja á oddinn að greina dæmigerðir (e. prototypes) hans. Almenn bráða- birgðaskilgreining gæti t.d. verið: Sögulegur skáldskapur styðst að einhverju marki við heimildir og fæst við að lýsa tíma sem er liðinn eða aðstæðum sem gætu eða hefðu getað risið upp. TMM_3_2018.indd 79 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.