Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 46

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 46
Úr dagbókarblöðum stjórnmálamanns. (XI. 19.—20.) LILJA EYSTEINS, (þessi, sem enginn vildi kveðið hafa). 13. ág. Erfiðlega gengur slátturinn. — Veit ekki hvar þetta lendir alltsaman. Orðinn anzi „blankur“. H. ág. Náði tali af Sir Greenhorn, um fótaferðartíma. Hann bauð upp á Genstand. Ég þáði það og fór- um við inn á Hotel White Star, við Piccadilly Circus. Sátum (þar) lengi. Snökkuðum (um) fjár- mál. Hræddur (um) að hann tortryggi mig og mitt ráðlag. Sýndi honum þó mörg vottorð um ærlegheit mín. 15. ág. Búinn að týna handbókinni minni. Líklega orð- ið eftir á White Star W. C. Símaði strax til Sörs- ins, sem ég var með í gær. Hann ekki fundið handbókina; sagði bara nevver mænd. Þeir eru kaldrifjaðir, þessir kallar. — Verst þykir mér, ef Hitler finnur hana. 16. ág. Loksins hefur mér tekizt að ná tali af Mr. Stony Broke Esq., sem er pawnbroker í City. Hann sagði að ég skyldi finna sig í kvöld kl. 9, því að þá ætl- aði hann að traktera mig á lunch. Sýndist víst ég vera svangur. Mér þykir vænt um þetta og sagði við hann: „Ókei, big boy“. Meira um þetta á morgun. En þangað til ég fer í þennan kvöld-lunch ætla ég að nota tímann til þess að fara í búðir og kaupa ýmislegt smávegis fyrir aurana, sem ég á eftir. 17. ág. Borðaði með Mr. S. B. Esq., eins og til stóð. Var svangur til að byrja með. Vínið var ágætt, sömuleiðis maturinn, svo að ég varð prýðilega saddur, að lokum. Matseðillinn var á einhverri út- lenzku, sem ég skildi ekkert í. Ég reyndi, eins og ég gat, að slá vertinn um stórt lán. Hann sagði að ég væri overborrowed. Ég fletti þessu orði upp í orðabókinni minni í morgun og sé ég nú, að hann hefur meint að ég sé „skuldunum vafinn eins og skrattinn skömmunum". En hvernig hefur hann fengið að vita það? Skyldi íhaldið hafa kjaftað þessu í hann? Það væri svo sem eftir þeim háu herrum, það get ég sagt þeim. Úr óskila vasabók. (XI. 19,—20.) Bls. 13. Ein mektar stofnun ég meina að sé vor marg-umtalaði háskóle. Dungal er þar einn drengur knár, dýrðlegur rektor þetta ár. Margur er þar og stinnur, stór, stranglæröur herra prófessór. Menningin á þar mögnuð vé, mikið er þar um skynseme. Skjálfa skýjaborgirnar, skæli ég wt af því. Mínar eru sorgimar þungar sem blý. 18. ág. Hef talað við marga burgeisa og ríkisbubba í dag, en allt til einskis. Sorry segja þeir allir (það er á voru máli: sorgbitinn), og það er ég líka. Einn þeirra sagði damm sorry og er hann víst eitthvað enn meira sorgbitinn en hinir. Allir skip- uðu þeir mér að biðja sig ekki um meiri peninga en ég væri búinn að fá hjá þeim, af því að þeim þætti svo ári leiðinlegt að þurfa að segja „NEI“ við mig — „No“ á ensku, sem eiginlega þýðir nóg af svo góðu. Hvað ætli Hermann segi og þeir all- ir, þarna heima, þegar ég kem heim í ríki mitt eins og halaklipptur hundur eða hvolpur? Hef lært mikið í þessari ferð, þrátt fyrir allt, og getur sumt af því meira að segja orðið notadrjúgt við það verk að sigla stjórnarskútunni í strand, sem ein- hverntíma þarf kannske að kunna tökin á. Er nú að pakka mitt tau, — fer heimleiðis í kvöld. Viku seinna. Kominn heim lánlaus. — Sendi þessum nýju kunningjum mínum svohljóðandi hraðskeyti (borgað úr landhelgissjóði): „Ástar þakkir, að þið höfðuð vit fyrir mér, í utanför minni, og lét- uð mig ekki slá ykkur meira en búið er“. (Sign.) Lánsteinn. Borgaði svarskeyti (úr Menningarsjóði) og fékk samdægurs svolátandi svar: „Ekkert að þakka“. NB. Betra að geyma þessa skruddu. (Hér þrýtur handritið.) 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.