Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 60

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 60
Óskakvöld útvarpsins. (XII. 1.) Það heyrist stundum ymprað á því, að útvarps- ráðið sé þreytandi, en sannleikurinn mun þó sá, að það sé óþreytandi í starfsemi sinni við að end- urbæta dagskrána, að sínu eigin viti, og meira er ekki hægt að heimta. Vér munum ekki, hvort vér höfum einhverntíma látið öfugt orð falla til ráðsins, en ef svo er, skal það verða oss ánægja að éta það ofan í oss, nú er vér höfum heyrt fyrsta óskakvöldið í útvarpinu, því svo framar- lega sem ráðið hefur ekki átt allar óskirnar sjálft, sannar þetta kvöld ótvírætt, að ráðið hef- ur upp á síðkastið hæft hlustendum eins og skel hæfir bezt kjafti. Á einu kvöldi er auðvitað ekki hægt að upp- fylla allar óskir, sem fram eru komnar. Þannig verður það að bíða betri tíma að flytja 5—7 bindindiserindi, sem einhver hafði óskað eftir. Hefði annars verið gaman að fá þau milli Caruso eg Guðjóns, því að fyrirlesarar, sem hafa feng- ið æfingu í stúkum vorum, eru bæði prýðilega máli farnir og sérstaklega rökvísir, fyrir þá, sem eitthvað leggja upp úr slíku. Það gengur náttúrlega guðlasti næst að fara að tala um endurbætur á þessum óskakvöldum, en þó leyfum vér oss að fara þess á flot, að fram- vegis fylgi hveri'i ósk nafn og heimilisfang ósk- andans. Er þetta til að hafa eftirlit með því, að menn séu ekki að panta sjálfa sig í útvarpið, eða að þeir, sem það gera, verði að minnsta kosti að fá sér lepp. Getur þetta orðið til þess að efla leppmennsku í landinu, og veitir sízt af. Að lokum viljum vér setja fram nokkrar ósk- ir, sem væntanlega verða teknar til greina við tækifæri. Biðjum vér lesendur vora að athuga, að ef einhver neðanskráðra liða kemur í útvarp- inu á slíku kvöldi, er það SPEGLINUM að þakka, eins og reyndar svo margt fleira. Þess- ar eru vorar auðmjúku óskir: 1. Pétur Jónsson syngur „Fósturlandsins Freyja“ undir laginu „Man ég grænar grundir“. 2. Helgi Hjörvar heldur stutt erindi um van- metakomplexa. 3. Rhapsodia nr. 2 eftir Liszt leikin með aftur- endann á undan, og steypugallinn, sem er síðast í síðari helming plötunnar, sé látinn „spinna“ í svo sem 5 mínútur. 4. Frk. Sigrún Ögmundsdóttir flytur erindi: „Mál og sál, eins og það kemur fram í áherzlum og íslenzkum staðanöfnum“. 5. Þorst. Ö. Stephensen les upp sunnudags- erlendarfréttir um svínahald o. þ. h. hjá frændum vorum Svíum. 6. Guðjón Ieikur á mandólín. Vér vonum, að óskir þessar verði teknar til greina, enda þótt nr. 1, 3, 5 og 6 á skránni séu endurtekningar, en það eru hinsvegar vísur, sem aldrei verða of oft kveðnar. í trausti á góðar undirtektir byrjum vér strax að skrúfa frá. Virðingarfyllst, Útvarpsráðunautur vor. ast velgerðarmanna sinna í bænum sínum, og væri að minnsta kosti ekki þakkandi þó svo væri. * ❖ * Þrátt fyrir allt það, sem skiljanlegt er í skipu- lagningarkerfinu, verður samt sitthvað eftir handa oss að mölva heilann á, nema maður taki það ráð, sem vænst er, sem sé að muna, að þetta •er allt gert með ráði hinna vitrustu manna, sem eru yfir alla reynslu hafnir. Þetta geri ég. Þeg- ar skynsemin nær ekki lengra, gríp ég bara rest- ina með örmum trúarinnar og sannfærist þá samstundis um, að öll verk yfirmanna vorra, unnin sem óunnin, sérstaklega þó hin síðar- nefndu, séu landi og lýð til blessunar og sjálf- um þeim til tímanlegs og eilífs lofs og dýrðar og óbotnandi sóma. Grámann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.