Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 67
Þingið stóð yfir í marga daga og var að
minnsta kosti einn fundarstjóri á dag. Er það til
þess gert, að sem flestum gefist kostur á að sjá
nafn sitt á prenti í Nýja Dagblaðinu, og jafn-
framt .eykur það sölu á blaðinu, því að hlutað-
eigendur eru vanir að kaupa eitt eintak fyrir
hvern bæ í sinni sveit af því númeri, sem nafn
þeirra stendur í. Sama árangur gefur það að
hafa margar og fjölmennar nefndir í sambandi
við þingið.
Lesendur er nú kannske farið að langa til að
vita, hvað gert hafi verið á þinginu, og er bezt
að taka það fram, að það var bæði fyrirferðar-
mikið og jákvætt. Aðalsamþykktin gekk út á
það að vera á móti ríkisrekstri og þjóðnýtingu,
án þess þó að áreita einkasölur vorar, sem marg-
ar hafa gefið oss góðan stuðning, beint og
óbeint. Annað var það, að Island skuli vera al-
frjálst eftir 1943, og vera þá skuldlaust, og
þriðja var tillaga frá J. J., að framvegis skul-
um vér fara að ala upp diplómata og g.era það
að skilyrði, að þeir vinni minnst fjögur ár við
63