Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 82

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 82
Þúfnatilskipun þessi var við líði í ein 60 ár og átti sammerkt við bannlögin að því leyti, að eng- um datt í hug að hlýða henni og mátti með sanni segja, að enginn gróandi væri í landbúnaði vor- um, nema einmitt þúfunum, sem tilskipunin var sett til höfuðs. Gætum vér nú á tímum lært sam- tök af þeim, sem þá voru uppi, og voru allir þegj- andi samhentir um það að hafa tilskipun þessa að engu. Hinn 8. júlí 1837 er merkisdagur í búnaðarsögu vorri, því á þeim degi var stofnað „Suðuramtsins Húss- og Bústjórnarfélag", sem nú heitir „Bún- aðarfélag íslands“. Þó er ekki beint hægt að halda því fram, að framfarirnar hafi verið stórstígar fyrst um sinn, en eftir aldamótin fleygir þeim fram, og getum vér rétt til glöggvunar borið sam- an pála þá, sem notaðir voru fyrir hundrað árum, við Pál Zóph., sem nú er, og svo hugsað sér til- svarandi mun á öllum öðrum sviðum. Eftir stofn- un félagsins fóru búfræðingarnir smátt og smátt að herja landið. Fóru þeir sér hægt í fyrstu, eins og Deildartunguveikin og annað slíkt skaðræði, en smáfærðu sig upp á skaftið, og þótti íhalds- sömum bændum nóg um. Þó bar ekki svo mjög á skaðsemi þeirra meðan þeir unnu fyrir aðra og þá lítið fyrir hvern, en færi þeir að búa fyrir sjálfa sig, sást fyrst fyrir alvöru á hrosshófinn. Er frá þeim tíma sprottið orðatiltækið um bú- skussa, sem grunaðir voru um að vera búfræðing- ar: „Ekki er hann nú búfræðingur, en hann býr eins og búfræðingur“. Að búfræðingunum ekki tókst að leggja allan búskap í rúst, stafaði ein- göngu af því, að íslendingar eru nú einusinni þverhausar og tregir til að fara að annarra ráð- um. Samt mátti smámsaman sjá nokkurn árang- ur, svo sem f járkláðann, sem grasseraði hér seint á síðustu öld, til ómetanlegs tjóns fyrir land og lýð, og verður óbrotagjarn minnisvarði yfir um- bótastarfsemi búfræðinganna. Eftir því sem nær dregur vorum tímum fer minnisvörðunum að fjölga, og nú líður varla svo ár, að ekki gjósi upp nýtt óáran í búpeningi vorum, og ein eða fleiri ótjálgur fylgja gjarna hverjum lagabálki, sem gefinn er út landbúnaðinum til viðreisnar. Er því sízt að neita, að þetta er stórum fjölbreyttara en hjá forfeðrum vorum, sem drápu helzt ekki nema úr hor, og eins má segja, að Deildartunguveikin sé betri en horinn að því leyti að sagt er, að það megi éta kindurnar, en áður voru horkindur ótæk- ar til matar, nema hvað þær voru gefnar sveitar- ómögum, sem svo drápust sjálfir úr hor. Það væri sem sagt synd að segja, að framfar- irnar hafi ekki orðið stórstígar í landbúnaði vor- Til kúaeigenda. (XII. 15.) Nautgriparæktarfélag Akureyrar hefur nýskeð gefið út reglugerð fyrir starfsemi nauta þar í bæ, sem prentuð er hér í blaðinu og gæti verið til fyrirmyndar fyrir mannfólkið. Hefur Kaupvangs- stræti verið valið sem landamæri milli umdæma nautanna, og er vel viðeigandi, því að bæði getur KEA þá litið eftir því, að engar óleyfilegar sam- göngur eigi sér stað, og eins mun það skipta bæn- um nokkurnveginn í tvo jafna hluta, svo að naut- in hafi ekkert upp á að klaga. Eini skugginn á fyrirkomulaginu er sá, að annar tarfurinn (hér um, sérstaklega síðustu 25 árin eða svo. Upp úr aldamótum tóku menn að nota kerrur til flutninga og um líkt leyti er talið, að menn hafi hætt að setja salt í eyru á hestum og harðan þorskhaus undir stertinn, til þess að gera þá viljuga. Seinna tóku taglhnýtingar að hverfa úr sögunni og eru nú aðeins tíðkaðir í pólitíkinni, — sama er að segja um kjaftbönd. Mannúðin- hefur líka sýnt sig í því, að hrossum hefur yfirleitt stórlega fækkað, og ein sýsla (N.-Þingeyjar) er komin svo langt í heimsmenningunni, að vera hrosslaus að heita má. Jafnframt hefur meðferð og tamning hesta batnað stórum, og ber það fyrst og fremst að þakka Daníel, og er skemmtilegt til þess að vita, að hann er ekki búfræðingur og kollvarpar því ekki að neinu leyti því, sem áður er sagt um þá. Leiðinlegt er, að forfeður vorir skuli ekki geta litið upp úr gröfum sínum á þessum heiðursdegi búvísindanna og litast um. Er hætt við að karl- arnir myndu glápa, er þeir sæu jarðræktarlögin (sérstaklega 17. grein, sem vér að vísu ekki þekkj- um nánar, en er illræmd), Kreppulánasjóð, Jör- und, Búnaðarbankann, traktorana og þúfnaban- ana. Er hætt við, að karlarnir færu að gerast uppivöðslumiklir innan um alla dýrðina og yrði líklega að kveða þá niður með skyri frá Samsöl- unni, ef allt annað brygðist. Ekki skorti á mannfagnað í tilefni af afmæl- inu, þrátt fyrir pestir og óáran. Hafði bændum verið smalað víðsvegar af landinu og auk þess náðist í þrjá útlendinga og þótti fínt. Ekki vitum vér enn, hversu margir krossar koma til að falla í tilefni af afmælinu, eða hvort það verður látið nægja, að kóngur gefi Jörundi heiðurspening „fyrir einstakar framfarir í búnaði“. 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.