Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 113

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 113
leyti sem Kósakkarnir okkar komu heim með lár- berjabrennivínið, að þetta myndi ekki verða þeirra síðasta frægðarför út fyrir landsteinana, og nú virðist þessi spádómur vera að ganga í upp- fyllingu. Fyrir nokkru mátti lesa stóra fyrirsögn í Nýja Dagblaðinu þess efnis, að nú hefði frægt gi'affifón- og útvarpsfélag vestur í Ameríku boð- ið karlakórnum vestur — auðvitað gratís og frankó, því að allir vita, hvílíkir bölvaðir amlóðar við erum, og er vel farið. Við lestur sjálfrar greinarinnar hvarf að vísu mesta glorían af heim- boðinu, því að þá komst það upp, að málaleitan- irnar höfðu hafizt hér heima fyrir einum tveim árum, og síðan hefði staðið í stappi fram og aftur — meðal annars hefði vesturheimskinginn heimt- að, að kórinn sýndi fyrst hvernig hann plummaði sig á Evrópumarkaðinum, og mátti lesa milli lín- anna, að til þess hefði Miðevrópuförin verið far- in. (Vér viljum hér vinsamlegast og prívat skjóta því að Hitler og Sjússnikk, að þeir eiga að verða móðgaðir við ísland fyrir að nota þá svona fyrir prufuklúta, og erum persónulega sannfærðir um, að minnsta kosti sá fyrrnefndi verður voða vond- ur, þegar hann heyrir, hvernig leikið hefur verið á hann.) Nú fór þessi leiðangur alveg prýðilega, eins og bezt má sjá á krítíkunum, sem voru alveg prýðilegar, og ekki hafa þær verið keyptar, þar sem ekkert var til að kaupa fyrir. Nokkuð er það, að Sam frændi rumskar, þegar hann sér krítík- urnar, og sendir kórnum tilboð eða últímatum, eins og þeir kalla það í útlandinu. Hljóðar það þannig: 1) að félagið taki við kórnum fob. Reykja- vík og skili honum aftur cif. Reykjavík, 2) að ekki séu færri en 35 í kórnum og Sigurður Þórðarson sé söngstjóri (eins og þetta hvorttveggja sé ekki sjálfsagt). Svo eru ýmsar aukaklásúlur um söng á heimssýningunni í Nefjork, sem ekkert er gam- an að, og loks kemur rúsínan, sem vér vitum ekki, hvort vér eigum að fara með, úr því hin blöðin hafa ekki getið þess, en ljúgfróðir menn hafa tjáð oss: 3) að söngmennirnir troði allir upp í þjóð- búningum. Þeir ungmennafélaga-eftirlifendur, sem beittu sér fyrir þjóðbúningunum kringum 1930, munu fegnir grípa tækifærið til að votta það með oss, að enginn íslenzkur þjóðbúningur karla sé til, og verður þá ekki um annað að gera en senda þá í upphlut eða skautbúningi, því að stakkpeysur eru hérumbil komnar úr móð. Munu allir unnendur þjóðlegs reiðings vera oss þakk- látir fyrir að ljósta þessu upp, og er oss það nægt endurgjald, því að þótt einhverjir kunni að fyrt- ast, vegur það ekkert á móti hinu. Hraðsaumastofa SPEGILSINS. Nýtt iðníyrirtœki . (XIII. 7.) Svo oft er búið að geta um íslenzka friðarfélag- ið í blöðum vorum, þá stuttu stund, sem það hefur starfað, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta miklu þar við, ef ekkert væri sérstakt á seiði. Auðvitað vinnur félagið þétt og markvisst að takmarki sínu, alheimsfriðnum, og þó hann sé ekki kominn allur á enn, er ekkert að marka það, og alls ekki félaginu að kenna: við skyldum bara sjá fésin á ófriðarseggjunum, ef við fengjum val- útu til að koma Aðalbjörgu út fyrir landsteinana, en það er ekki því að heilsa — líklega er Einvarð- ur enginn friðarvinur, og er leitt til að vita. Sem betur fór höfðu forráðamenn hreyfingarinnar ein- hverntíma í æsku sinni lesið lygasöguna um Mú- hamed og fjallið, sem vildi ekki koma til hans, svo að hann neyddist til að koma til f jallsins. Hér var sögunni snúið við: Aðalbjörg og Rósinkrans fengu ekki að koma í stríðið, svo að nú ætla þau að fá eitthvað af stríðinu hingað. Að vísu verður það nú ekki nema auðvirðilegasti hlutinn, sem sé flóttamennirnir, en þeir eru þó margfalt betri en ekki neitt. í tilefni af komu væntanlegra flótta- manna hefur verið hafinn mikill viðbúnaður og stofnað fyrirtæki það, er fyrirsögn vor getur um: „Lýsissamlag íslenzkra Friðarvina". „Tilgangur félagsins er“ að kaupa allt lýsi, sem hönd verður á fest, og hella því ofan í erlenda flóttamenn í skeiðatali. Er víst meiningin, að Rósinkrans og Aðalsteinn haldi delínkventunum meðan Aðal- björg hellir í þá lýsinu. Ennfremur er tilgangur félagsins (það er annars kallað nefnd innan frið- arfélagsins) að hafa eftirlit með erlendum flótta- mönnum, sem hingað kynnu að berast. Hér á landi ku þegar vera allálitlegur stofn af flóttamönnum, eitthvað 30 talsins, mest gyðingar, sem hingað hafa flúið fyrir ofsóknaræði nazista. Er annars tekið fram í þessu sambandi, að einhverjir eða jafnvel flestir þessara manna hafi hér atvinnu, og er ekki annað um það að segja en að íslenzka gestrisnin er söm við sig, því að stundum hefur verið tæptað á því, að landsins eigin börn hafi ekki meir »n svo nóg að gera, en kannske er það ofhermt, eða þá, að atvinnuleysið stafi af hinni víðkunnu rausn forráðamannanna við þurfalinga. Það er svo til orða tekið, að þessi nefnd (lýsis- samlagið), sem friðarfélagið hefur skipað á er- lendu flóttamennina, eigi að „hafa eftirlit með“ þeim. Gott væri að fá þetta nánar útskýrt. Senni- lega þýðir það samt, að passa eigi upp á að þeir hafi nóg að éta, hvað sem annars áðurnefndum 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.