Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 122

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 122
Umíerðaráð. (XIII. 9.—10.) Undanfarið hafa í blöðunum verið að birtast ýmsar meir eða minna dularfullar tilkynningar og fyrirboðanir um stofnun, eða hvað maður nú á að kalla það, sem ætlaði að taka að sér að skipuleggja umferð alla og koma í veg fyrir bíl- og önnur slys. Nýlega er svo komið, að ráðið er farið að gera vart við sig sjálft í blöðunum og skrifar góðar greinar um bætta umferð. Enginn veit eða fær að vita, hver stendur fyrir ráðinu, og ekki stendur það í viðskiptaskránni, sem nýkomin er út, og er engu líkara en aðstandendur séu þeir sömu og voru að „Skeifunni“, hinu stórhættulega fyrir- tæki, sem sett var til höfuðs Áfengisverzluninni, þar sem enginn meðlimur vissi um nema einn meðlim fyrir utan sjálfan sig. Þó á umferðaráðið ekki að vera eins dularfullt, að því leyti, að með- limir þess eiga að bera sérstakt merki — sem er svartur þríhyrningur — til þess að hægt sé að vara sig á þeim á götunni. Hinsvegar er stjórn þess og heildarfyrirkomulag sama leyndarmálið og fyrr, og enginn veit, hvar hægt er að fá merk- in, en líklega eru þau þó send í óborguðu bréfi þeim, sem verðugir þykja þess, að menn vari sig á þeim á götunni. Ýmsar reglur eru samt að birt- ast daglega frá ráðinu í blöðunum, og þær góðar, það sem þær ná, svo sem að fullorðnir, sem hanga í bifreiðunum, ættu allir að sæta refsingu. Við þetta er þó sitthvað að athuga. Hvað eiga t. d. aumingja bílstjórarnir að gera annað en hanga í bifreiðinni sinni, meðan þeir bíða eftir farþegum, sem ekki hafa enn lokið tröppu-stamtalinu sínu? Á að refsa þeim ? Ég segi nei. En kannske er þetta bara undantekning, sem sannar regluna. Fleiri góðar reglur eru gefnar, svo sem að skoða alla vegfarendur idíóta nema sjálfan sig, en þessa reglu hafa bara flestir fundið upp löngu áður en umferðaráðið kom til sögunnar. Ekki er úr vegi að minnast á ýmsar góðar regl- ur fyrir vegfarendur, sem enn ekki eru komnar út á vegum umferðaráðsins, og vel væri þess verð- ar að takast upp, svo sem að halda málfundi og lengri einkasamtöl einhversstaðar annarsstaðar en í dyrunum á byggingum þeim, opinberum og öðrum, þar sem margir þurfa að ganga út og inn. Einnig mætti draga nokkuð úr hjólreiðum á gang- stéttum, þar sem svo hagar til, að akbraut er einn- ig til. Ennfremur mættu þeir, sem komnir eru af unglingsaldrinum, stilla sig um að taka sér stöðu á gatnamótum og sletta skætingi í þá, sem fram hjá ganga — þekkta eða óþekkta (í fyrra tilfellinu Sumarþœttir. (XIII. 12.) Lesendur mínir mega ekki vera hvumpnir þeg- ar þeir opna uppáhaldsblaðið sitt og finna ekki daginn og veginn, sem þeir eru vanir að lesa fyrst af öllu, því breytingin er nú ekki meiri en það, að ég er búinn að taka að mér aðra fyrirsögn yfir sumarið, rétt eins og þegar þið farið í sumarfötin ykkar, til þess að eiga léttara um hreyfingar. Eins er um mig, að ég hafði hugsað mér, svona eins og fram að Mikaelsmessu eða þar um bil, að fleygja af mér hinum þungbúna, strangvísindalega ham vetrarins og taka upp léttara hjal — verða ræðinn og skemmtinn, því af slíku er aldrei of mikið. Af þessu leiðir, að spurningum verður ekki svarað nema sem allra minnst yfir sumarið. Ég ætla þá að segja ykkur það helzta, sem á dagana hefur drifið. Skeiðarárhlaupið mun ég fara léttilega yf- ir, því bæði var það, að mér var ekki gefinn kost- ur á að taka þátt í leiðöngrunum, af hverju sem það nú hefur stafað — líklega hafa herrarnir, sem fóru, verið hræddir um að ágóðinn — sá vís- indalegi — yrði minni per kjaft, og viljað skipta honum í sem fæsta staði, eða þá að þeir hafa hald- ið, að ég myndi tefja fyrir sér. Ég sný mér þá að umferðavikunni, því í henni tók ég virkan þátt, sem bezt má sjá af því, að ég fékk seinasta dag- inn fyrstu verðlaun í götukrussningu: steig á alla naglahausana á Pósthúshorninu, án þess að fara nokkurntíma út af, en allir aðrir keppendur fóru meir eða minna út af. Er ég því krusmeistari ís- lands til næstu umferðaviku, og voru mér afhent verðlaunin á skemmtun, sem umferðaráðið hélt eftir að það var búið að selja merkin. Nú ætla danskar hernaðarflugvélar að fara að gera strand- högg á landið, undir forustu Lauga Kocks; hon- um líkaði það ekki almennilega, að hann skyldi ekki finna flateyjuna hans Papanins, og ætlar svo að vita, hvort hann finnur ekki að minnsta kosti Island. Nýlega svelgdist Alþýðublaðinu á Sigfúsi fyrrv. aðstoðarritstjóra sínum, sem bendir á, að fylgir venjulega fullt nafn þess, sem fyrir verð- ur). Það er stundum verið að tala um uppeldis- leysi barna og unglinga, en siðastigi hinna full- orðnu jafnoft gleymt, og þar sem umferðaráðið er svo til nýtt, væri hér starfssvið fyrir áhuga þess. Sem sagt, vér hyggjum hið bezta til starf- semi þessa ráðs, enda þótt forgöngumenn þess láti lítið yfir sér, og munum reyna að styrkja starf- semi þess eftir vorri aumu getu. Bílstjóri SP. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.