Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 148

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 148
Halifaxarbréíiö. Því hefur lengi verið við brugðið í íslandssög- unni, hve glaður og reifur forfaðir SPEGILSINS, Jón Arason, blessaðrar minningar, hafi orðið forð- um, er honum barst bréfið frá páfa, mitt í þreng- ingum sínum og barsmíðum við dani, og án þess að vér höldum, að yfirvald SPEGILSINS í Skafta- fellssýslu eigi í neinu pólitísku argaþrasi venju fremur, höfum vér fyrir satt, að hann hafi orðið engu óglaðri, er honum fyrir skemmstu barst eig- inhandarbréfið frá Lort Halifax, sem nú er frægt orðið, þó án viðtakandans tilverknaðar, því hvað stoðar að fara leynt með hlutina, ef nasvísir blaða- menn eru annars vegar? En sagan er ekki öll þar með sögð, því rétt um sama leyti barst yfirvald- inu orða dannebrogsriddara frá konungi dana, og er enn óuppklárað hvort hafi fyrri komið, orðan eða bréfið, sem annars er ekki ómerkilegt atriði, og væri efni í aðra ritgerð, að svara spurningunni, hvor höfðingjanna hafi orðið fyrri til að heiðra yfirvaldið, því sá, sem seinni varð til, hefur auð- vitað gert það af snobberíi, enda þótt heiðurinn slysaðist til að koma maklega niður. En þessa krónólógíu verðum vér að segja skítt með í þetta sinn, og snúa oss að efninu, sem er að birta ís- lenzka þýðingu af bréfinu, fyrstir allra blaða. Hafa önnur blöð ekki getað sargað sér út leyfi til þessa hjá viðtakanda, en sökum verðleika sinna hefur SPEGILLINN fengið leyfi, og það meira að segja Bessaleyfi, til þess að birta bréfið í heild. Seinna má alltaf hefja ritdeilur um þýðinguna og væntanlegar prentvillur. Hér er þá plaggið: p.t. Rómaborg, 20. jan. 1939. Kæri vinur! Ja, þú fyrirgefur þó ég ávarpi þig þannig, því ég þúa guð og góða menn, en þéra andskotann og Mússólíni. Ég hef nú verið hér í nokkra daga og þjarkað við hann um það, hvernig við gætum svik- ið Spán með fullum heiðri, en verður lítið ágengt, hvorki við hann né tengdasonarmyndina. Sá er nú kaldur, maður! Þetta var nú annars hreint ekki meiningin, að fara að tala um heimspólitík við þig, því hana geturðu lesið í Mogganum þínum, eða heyrt í vandaða útvarpstækinu þínu, heldur kem ég nú að efninu. Ég var rétt í þessu að koma hér heim á hótelið; þá liggur bréf frá konunni, þar sem kaflinn um vinnukonurnar og dýrtíðina er með stytzta móti, heldur snérist bréfið alltsam- (XIV. 4.) an um Gísla og aftur Gísla. „Hvaða Gísli getur þetta verið, sem kerlingin er orðin svona forgöp- uð í?“ hugsa ég, en við nánari lestur kemur það í ljós, að hann frændi hennar, sem ég kom fyrir á togara, þegar hann gat ekki orðið þingmaður, hafði verið á fiskiríi uppi við ísland, en lent þar í depressjón og strandað með aðstoð veðurstof- unnar, en bara ekki lent í mannætna og ræningja höndum, eins og hann hefði gert í Afríku, heldur í traustum höndum Skaftfellinga, sem drógu hann á land og veittu honum hverskyns góðgerðir og fóru Ioks með hann til Gísla, sem kom honum ósködduðum heim til sín. Já, Gísli minn! Skrifar- inn minn, sem er hérna með mér og kann alla sjúrnala og rapportir utanbókar, segir mér, að enginn hafi meir en þú átt í skipströndum þjóðar vorrar við Island, síðasta mannsaldurinn, og skammast ég mín eiginlega fyrir að vera ekki far- inn að skrifa þér fyrr, en það er nú svona, að ég er ekki búinn að vera strandaráðherra (sbr. Her- mann) nema í tæpt ár, og eins og þú veizt, hefur ekki linnt þessum andskotans látum kringum mig síðan — ekki svo mikið sem maður komist á ær- legt fyllirí, án þess að forsóma með því einhverja veizluna, sem maður er boðinn í. Þú færð að sjá það, þegar þú kemst til valda, að þá þarf maður alltaf að vera að halda þessar ræður, og ég veit þér hundleiðist það. En nú kem ég eiginlega loks- ins að efninu, og nú er um að gera að sýna engum þetta bréf, því eiginlega er það landráðabréf. Svo- leiðis stendur á, að ég á prívat dálitla aura, sem ég ætlaði að lána í hitaveituna í fyrra, en þá kom kóngurinn og bannaði það, eins og þú hefur vænt- anlega lesið í Mogganum. Þar stendur annars lík- lega, að bannið hafi komið frá honum Símoni, kollega mínum, en það er lýgi. Þessa aura væri ég nú til með að lána ykkur, ef ykkur tekst að komast til valda á Hafnarfjarðarverkfallinu og snússleys- inu, og þetta skaltu segja öllum þínum væntanlegu fylgismönnum, nema Ólafi Thors (hann hefur Landsbankann). Trúi ég þá ekki öðru en bæði Jónas (sem er svo hrifinn af enskum íhaldsmönn- um) og fleiri snúist til fylgdar við þig. Svo þegar þú ert orðinn einræðisherra, getum við talað bet- ur um konsessjónirnar. Þinn einlægur vinur, Halífax. 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.