Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 4
olli áhyggjum, ckki aðeins i rððum launþega, heldur almennt meðal
þjóðarinnar.
En markaðsmálin hafði sambandið, eins og kunnugt er, látið sig
mjög skipta eins og m. a. má sjá af því sem 19. þingið samþykkti þar
um, en það hljóðar svo:
„c. Þingið krefst þess að Alþýðusambandi íslands verði gefinn kost-
ur á að tilnefna i sölunefndir allra sjávarafurða á erlendum markaði
jafn marga menn og útvegsmönnum verði gefinn kostur á að til-
nefna. Telur þingið nauðsynlegt að ein nefnd hafi til sölumeð-
ferðar allar þær íslenzkar sjávarafurðir ,sem seldar verða á erlendum
markaði.
d. Valdir verði vel hæfir menn og nægilega margir menn til að
leita markaða fyrir islenzkar sjávarafurðir, og stefnt verði að því
að ná sem mestum viðskiptum við þær þjóðir, sem hagkvæmust kjör
bjóða og liklegar eru til varanlegra viðskipta."
Síðar gerðu önnur stéttarsamtök sinar ályktanir í þessu máli þ. á. m.
Landssamband ísl. útvegsmanna og aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna 13. júni s.l. ár, en samþykkt fundar Sölumiðstöðvar-
innar hljóðar svo:
„Fundurinn tekur undir þá samþykkt aðalfundar L. Í.Ú. að nauð-
synlegt sé að tryggja, að unnið sé að afurðasölumálunum á skipu-
lagsbundinn hátt allt árið og að sölusamningar við önnur ríki megi
ekki tefjást vegna pólitísks flokkadráttar innanlands."
Hin nýja rikisstjórn lét ennfremur setja ný tollalög, er þýddu um
50 milljóna króna kjaraskerðingu fyrir launþega. Siðast en ekki sizt
einkenndi brátt stefnu hinnar nýju stjórnar andúð og fjandskapur
gegn hvers konar viðleitni stéttarsamtaka vinnandi fólks í þá átt að
verjast hagsmunaárásum eða leita bóta á kjörum sinum.
Nærtækast dæmi þess er mánaðarverkfall Verkamannafél. Dags-
brúnar, hálfsmánaðarverkfall sildveiðisjómanna og verksmiðjuverka-
lýðsins á Norðurlandi f fyrra og 2ja mánaða verkfall járniðnaðar-
manna.
Öll þessi verkföll voru bein og eðlileg afleiðing hækkandi dýrtíðar
af völdum tollalaganna, og þess, að ríkisstjórnin beinlínis hindraði
verkamenn og atvinnurekendur í að semja, en til þess voru báðir
aðiljar fúsir án verkfalls.
4