Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 19
núverandi forysta verkamannafélaganna ,á þessum stöðum hefði i
fyrra fengið yfirlýstum vilja sínum framgengt, og kaupdeilurnar þá
verið slegnar niður.
Á Vestfjörðum og t. d. í Keflavík, þar sem þeir Alþýðublaðsmenn
ráða, og engar kjarabætur hafa fengizt fram, hefur hver vinnandi
verkamaður raunverulega tapað í árstekjum sem svarar því, sem
verkamenn á hinum stöðunum hafa bætt hag sinn, sem sé um 1100—
3000 krónum. Það munar um minna.
Vísitalan
Allir þeir, sem fylgzt hafa með stefnu valdhafanna í dýrtíðar- og
kaupgjaldsmálum, vita, að ef tekizt hefði að brjóta samtök verkalýðs-
ins á bak aftur í fyrra sumar, myndi stýfing vísitölunnar vera orðin
margfalt meiri en nú, jafnvel komin niður i 250 stig eins og ráðgert
var.
Aðstaðan væri nú ískyggileg
Ef andstæðingarnir hefðu getað knúið fram ósigur í fyrra, sér hver
einasti maður, að nú í dag væri aðstaða verkalýðsins i hagsmunabar-
áttunni hin ískyggilegasta. Stéttarsamtök hans væru stórlömuð, árás-
irnar á lífskjörin væru margfaldar hjá því sem orðið hefur, í mynd
enn frekari stýfingar á vísitölunni, gengislækkunar o. s. frv.
Viðurkenna sök sína, en heikiast ó kjarabótum
Það sem andstæðingar Alþýðusambandsstjórnar reyndu einkum að
nota sem yfirvarp í baráttunni gegn kjarabótum Dagsbrúnarmanna,
var það, að kaupdeila Dagsbrúnar væri flokksmál „kommúnista" til
að steypa núverandi ríkisstjórn, og verkamenn í Reykjavík væru
yfirleitt á móti kaupdeilunni, enda væru staðhæfingar um að dýrtíð
hefði aukizt af völdum tollalaganna hreinasta firra, þvert á móti hefði
dýrtíðin minnkað.
Þessi áróður virðist hafa verið rekinn með mestum árangri á
ísafirði. En þar fengu þeir Alþýðublaðsmennirnir m. a. samþykkta
eftirfarandi ályktun í Verkalýðsfélaginu Baldri 16. júni 1947:
„Með tilvísun til fyrri samþykkta félags og trúnaðarmannaráðs-
19