Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 6
Kjarctbætur síldveíðisjómanna
Með tveggja vikna vcrkfalli f fyrra sumar náðu síldveiðisjómenn
fram hækkun á kauptryggingu sinni þannig, að kauptrygging háseta
hækkaði úr kr. 400,00 í kr. 610,00 um mánuðinn f grunn, matsveins á
hringnót úr kr. 400,00 í kr. 726,00, matsveins á herpinót úr kr. 400,00
í kr. 762,00, 1. vélstjóra úr kr. 550,00 í kr. 915,00, 2. vélstjóra úr kr.
450.00 í kr. 702.00. Fleiri, minniháttar lagfæringar fengust á hinum
fyrri samningi síldveiðisjómanna.
Kjör í síldarverksmiðjum beett og samræmd
Á Norðurlandi voru háðar samtímis hinum fyrrnefndu deilum
harðvítugar deilur um kaup og kjör í síldarverksmiðjum, og lyktaði
þeim með því, að eftir hálfsmánaðar verkfall náðist full samræming
á kjörum í sfldarverksmiðjum við það er gilti á Siglufirði, en þetta
hafði verið eitt mesta áhuga- og hagsmunamál verkalýðsins um
gjörvallt Norðurland.
Með samningum þessum hækkuðu launakjör víðs vegar norðanlands
um frá 5 aurum til 25 aura pr. klst. í grunn. auk hagstæðari flokk-
unar á vinnu, sem þýddi talsverða kjarabót.
Almennar kjarabætur
í kjölfar framannefndra kjarasamninga sigldu nýir samningar og
kjarabætur hjá ýmsum sambandsfélögum víðs vegar um land. Má
þar nefna: Vestmannaeyjar, Hafnarfjörð, Akranes, Borgarnes, Kjós,
Hveragerði, Stokkseyri, Selfoss, Búðardal. A Norðurlandi hefur Siglu-
fjörður, Skagaströnd, Hjalteyri, Dagverðareyri, Krossanes, Akureyri,
Húsavík og Raufarhöfn samræmt kaup og kjör Reykjavíkurkjörum,
Fljót og Olafsfjörður hafa nálgazt þau mjög og á Austurlandi hefur
Neskaupstaður þegar riðið á vaðið.
Ymis félög iðnaðarmanna hafa þegar bætt kjör sín með nýjum
samningum, með tilliti til aukinnar dýrtíðar, önnur munu i þann
veginn að gera það.
Suðurland og Norðurland, þ. e. stærstu landsfjórðungarnir hafa
því þegar að mestu samræmt kjörin við Reykjavík. Austurland hefur
þegar hafizt handa.
6