Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 44
saman síðan árið 1944, og hafði því sú stjórn, er þá var kjörin, útent
stjórnartímabil sitt árið 1946.
Síðastliðin tvö ár hefur því engin fjórðungssambandsstjórn verið
fyrir hendi á Vestfjörðum.
Þessi tvö ár hafa þó þeir menn, er siðast voru kjörnir í fjórðungs-
stjórn, tekið í sínar vörzlur i/3 hluta af sambandssjóðsskatti sambands-
félaga vorra á Vestfjörðum, þótt ekkert þing hafi verið haldið og
engin stjórn verið til fyrir fjórðungssambandið.
Vér höfum því sent sambandsfélögum á Vestfjörðum bréf það, er
hjálagt fylgir í afriti. Bréfið skýrir sig sjálft og teljum vér þarflaust
að fjölyrða frekar um efni þess.
Með skírskotun til hins hjálagða bréfs til sambandsfélaganna á
Vestfjörðum, og jafnframt með tilliti til þess, er að framan segir,
væntum vér að þú, sem síðast starfandi forseti A.S.V. látir oss í té
fyrrnefnd skilríki um störf sambandsins og fjárreiður, meðan það
starfaði samkvæmt lögum sínum og lögum A.S.Í., og að þú annizt
sömuleiðis um að sjóðum þess og hinum fyrrnefnda /3 hluta af sam-
bandssjóðsskatti frá 1946 verði skilað í vörzlu stjórnar A.S.Í., er mun
gæta eigna hins fyrrstarfandi sambands þar til hún hefur beitt sér
fyrir og gengið úr skugga um að löglegt fjórðungssamband hafi tekið
til starfa að nýju á Vestfjörðum, eða sambandsþing fjallað um málið.
Vér treystum þér til þess að sjá um að þetta komizt á hreint hið
allra fyrsta.
Með félagskveðju,
f. h. Alþýðusambands íslands,
Jón Rafnsson."
BrugSist ókvaeða við
Allir sanngjarnir menn munu geta fallizt á við lestur þessara
bréfa, að sambandsstjórn hafi, eftir málsatvikum, farið hóglega í
sakirnar með því að bjóða sambandsfélögum sínum að hætta greiðslu
skatts til nafnsins A.S.V., en bjóðast jafnframt til að varðveita þessa
fjárupphæð fyrir félögin þar til fjórðungssamband hefði verið aftur
sett á stofn í samræmi við lög heildarsamtakanna og hagsmuni verka-
lýðsins.
44