Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 70
Bréf Útvarpsráðs
Reykjavík, 27. 4. 1948.
„Útvarpsráðið hefur á fundi sínurn í dag saruþykkt svofellda
ályktun, raeð 3:1 atkv. (en einn útvarpsráðsmanna er fjarstaddur úr
bænum):
„Með því
1) að kominn er í ljós svö alvarlegur ágreiningur innan
Alþýðusambands Islands um 1. maí, ekki hvað sízt um það, á hvern
hátt og af hverjum dagsins skuli minnzt í rfkisútvarpinu, að vonlaust
má teljast að hátíðahöldin verði sameiginleg — og með því
2) að í erindum þeim, sem stjórn Alþýðusambands ís-
lands hefur lagt fyrir ríkisútvarpið með fyrirhugaðan flutning
fyrir augum 1. maí er áróður, sem ekki samrýmist hlutleysisskyldu
útvarpsins,
sér útvarpsráð ekki fært að veita stjórn Alþýðusambands-
ins nein sérréttindi til þess að minnast 1. níaí í útvarpinu og ákveður
að annast sjálft að öllu leyti dagskrána þennan dag.“
Þetta er stjórn Alþýðusambands íslands hér með tilkynnt."
Bréf Aiþýðusambandsins
Reykjavík, 28. 4. 1948.
„í tilefni af bréfi yðar dags. í gær (27. þ. m.) þar sem þér tjáið oss
að Alþýðusambandi íslands sé neitað um aðgang að útvarpinu með
1. maí-dagskrá sína að þessu sinni, vegna þess að innan Alþýðusam-
bands Islands hafi komið í ijós ágreiningur unr tilhögun og innihald
hátíðahaldanna og í öðru lagi að erindi þau, sem stjórn sambandsins
hafi lagt fyrir útvarpsráð til flutnings 1. mat séu ekki samrýmanleg
hlutleysi útvarpsins, viljum vér taka fram eftirfarandi:
1. Vér fáum ekki séð eða fundið neitt það í umræddum erindum
þeirra H. K. L., Guðgeirs Jónssonar, Stefáns Ögmundssonar og Hall-
dóru Guðmundsdóttur, sem er að efni til frábrugðið því, sem flutt
er venjulega 1. mai á vegum verkalýðssamtaka í lýðræðislandi og gefi
ástæðu til að loka útvarpinu fyrir verkalýðssamtökunum nú fremur
en áður þegar Alþýðusambandið itefur komið þar fram þennan dag,
enda reynir útvarpsráð ekki að benda á eitt einasta atriði í þessum
70