Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 75
ekki á meðan lög og skipulag sambandsins eru í endurskoðun. —
Hins vegar telur hún rétt, að launþegum í sveitum sé gefinn kostur
á að gerast aukameðlimir eða mynda deild aukameðlima í næsta
sambandsfélagi innan sömu sýslu og að þeir geta haft rétt til vega-
vinnu með samkomulagi við viðkomandi sambandsfélag, þó því að-
eins að ekki sé um igripavinnu að ræða.“
Síðan þessi samþykkt var gerð og fleiri í sama anda á þingum
sambandsins, hefur komið í ljós að hér hafi verið orð í tíma töluð
og nauðsyn beri til, bæði vegna verkalýðssamtaka bæja og þorpa og
ekki sízt launþegasamtaka, sem þegar er starfandi í dreifbýlinu, —
að gerðar séu skipulegar ráðstafanir til hindrunar því að fólk, sem
ekki á hreina samleið með launþegum í daglegri baráttu til hnífs
og skeiðar og ekki getur talizt til launþegastéttar, streymi inn í stétt-
arfélög launþeganna eins og raun hefur á orðið surns staðar.
Ýms sambandsfélög vor f sveitum hafa tekið inn með fullum rétt-
indum menn, sem vegna stéttarlegrar stöðu sinnar eða atvinnu
(bændur, smiðir o. s. frv.) eiga ekki heima í samtökum launþega. —
Áður en varir hafa þessir menn verið orðnir ráðandi og leiðandi
menn í félögunum með þeirri afleiðingu að félögin hafa ekki lengur
verið hagsmunatæki fyrir launþegana, né heldur verkalýðsfélög
nema að nafninu.
Á tveim undangengnum starfstímabilum hefur sambandsstjórn
borizt fjöldi upptökubeiðna smáfélaga í sveitum, sem raunverulega
voru félagshópar bænda, smárra og stórra, er njóta vildu forgangs-
rétar til vinnu i viðkomandi hreppi og annarra frfðinda er hin raun-
verulega verkalýðsfélög og Alþýðusambandið höfðu með langri bar-
áttu komið fram meðlimum sínum til handa.
Einkum hefur mikið borið á ásókn þessara afla inn f sambandið,
þegar sambandsþing hafa verið framundan. Og áhugi þeirr'a fyrir
kosningum fulltrúa á sambandsþing, gegn verkalýðssamtökunum og
sameiningarmönnum hefur sérstaklega einkennt þau.
Með aðstoð vegvilltra smáframleiðenda innan sambandsfélaga vorra
í sveitunum hefur þannig pólitískum atvinnuhermönnum þar tekizt
um stund að bera sigurorð af fulltrúum hinnar stéttarlegu einingar
og 1 nafni flokksaga gera ýmis þessara félaga að lóði í inetaskál aftur-
halds- oð niðurrifsafla innan verkalýðssamtakanna.
75