Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 15
VerkfaUsbrot
Augljóst var, að markmið stéttarandstæðingsins var það, að brjóta
með öllu niður viðnám verkalýðssamtakanna gegn árásum hans á
kjör launþeganna. Til þessa notaði hann eins konar tangarsókn:
Annars vegar voru hindraðir samningar milli Dagsbrúnar og at-
vinnurekenda i heilan mánuð, — hins vegar reynt með öllum ráðum
að skipuleggja verkfallsbrot.
Þetta tókst þó hvergi nema á ísafirði og að nokkru í Borgarnesi.
Á ísafirði voru afgreiddir f banni Dagsbrúnar og Alþýðusambands-
ins togararnir „íslendingur", „SkutulT og „Belgaum", af meðlimum
Verkalýðsfélagsins Baldurs, að áeggjan félagsstjórnarinnar.
SkírskotaS til ísfirzkrar alþýðu
í tilefni þessara atburða sendi stjórn Alþýðusambandsins verka-
lýðnum á ísafirði svolátandi orðsendingu:
,/lð gefnu tilefni vitl Alþýðtisamband fslands upplýsa, að yfir-
standandi verkfall Dagsbrúnar er hagsmunabarátta verkamanna.
Allsherjar atkvœðagreiðsla Dagsbrúnar hefur m. a. tekið af öll tví-
meeli þar um. Sambandið vill minna yður á, að nú sem fyrr eru
hagsmunir Dagsbrúnarverkamanna cinnig yðar hagsmunir og gagn-
kvœmt. Árás á þeirra hagsmuni er þvi einnig árás á yðar hagsmuni.
Á grundvelli þessara sanninda hafa félögin myndað með sér sam-
band.
Að vega aftan að bróðurfélagi, er stendur i baráttu við sameigin-
legan stéttarandstœðing, er ekki samboðið isfirzkum verkalýðssam-
tökum, sögu þeirra né sarnd. Visið þvi á bug fortölum þeirra sem
vilja fá yður til að vega aftan að Dagsbrúnarverkamönnum og bletta
verkamannsheiður yðar.
Afgreiðið ekki á félagssvreði yðar Reykjavikurskip eða vörur i
banni Dagsbrúnar.
Með félagskveðju,
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS.
15