Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 69
hlutfalli við aukinn þátt hennar i baráttunni fyrir hagsmunamálum
vinnandi fólks og stéttarlegri einingu þess.
Eigi að síður hefur Vinnan aukið og fest vinsældir sinar á þessu
starfstímabili það mikið að sambandið hefur ekki þurft að leggja
henni til fé, beinlínis, á starfstímabilinu.
Kvöldnámskeið starfaði í fyrra haust um tíma á vegum sambands-
ins með venjulegu sniði, en var fremur fásótt að vanda.
Helzta nýmælið á sviði fræðslu- og útbreiðslumála sambandsins
þetta starfstímabil er útgáfa 1. heftis sönglagasafnsins, sem ákveðið
var á 19. þinginu að gefið skyldi út á vegum sambandsins. En fyrir-
hugað er að gefa úr þrjú hefti í stærð gamla íslenzka söngvasafnsins,
eða því sem næst.
Fyrsta heftið hefur nú um skeið, þegar þetta er ritað, verið tilbúið
til prentunar, en staðið á pappírsleyfi frekari framkvæmdir.
Sigursveinn Kristinsson og Hallgrímur Jakobsson sjá um útgáfuna
fyrir sambandsins hönd.
1. maí hátíðahöld
1. maí 1947 var haldinn hátíðlegur á vegum sambandsins við vax-
andi þátttöku um land allt. — Að því sinni stóð sambandið eins og
að venju fyrir útvarpsdagskrá, — og hlaut hún miklar vinsældir al-
mennt.
Um 1. maí síðastliðinn varð margt með öðrum hætti en áður, sem
'aðallega fólst í því, að f þetta sinn var dagskrá sambandsins neitað
um rúm í útvarpinu. — Svo sem hér á undan er tekið fram (bls.40),
höfðu forystumenn nokkurra sambandsfélaga við Faxaflóa og á ísa-
firði sent valdhöfunum áskorun um þetta, og eru enn ekki kunnar
aðrar raunhæfar ástæður fyrir þessari ráðabreytni valdhafanna.
Fara hér á eftir bréf þau, er sfðast fóru í milli útvarpsráðs og
sambandsstjórnar um þetta mál.
Að öðru leyti vísast til kaflans A.S.V. á bls. 00 hér að framan.
69