Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 115
Samningar Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar
14. okt. var framlengdur samningur frá 29. ágúst um kaup og
kjör milli Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og atvinnurekenda
þar, en atvinnurekendur höfðu sagt samningnum upp og var upp-
sagnarfrestur liðinn 15. okt. Samningurinn gildir frá 15. okt. um
óákveðinn tíma, með eins mánaðar uppsagnarfresti.
Samningar um kaup og kjör matsveina, búrmanna og
veitingaþjóna
Svo sem kunnugt er sagði Eimskipafélag íslands h.f. og Skipaút-
gerð ríkisins upp samningi um kaup og kjör matsveina, búrmanna og
veitingaþjóna á viðkomandi skipum, dags. 24. okt. 1946 við Mat-
sveina- og veitingaþjónafélag íslands. 22. okt. var samningur þessi
framlengdur um óákveðinn tíma, með eins mánaðar uppsagnarfresti.
Samningur Matsveina- og veitingaþjónafélags íslands
1. nóv. voru undirritaðir fyrstu kaup- og kjarasamningar mat-
reiðslu- og framreiðslumanna við veitingahúsaeigendur í Reykjavík,
en áður voru engar fastar reglur til um kaup og kjör þessara iðn-
greina. — Samningar þessir eru tveir, en báðir á milli Sambands
veitingamanna- og gistihúseigenda og Matsveina- og veitingaþjónafé-
lags íslands. Samkv. samningum þessum eru grunnlaun matreiðslu-
manna kr. 650.00 á mánuði, en yfirmatreiðslumenn fá 25% hærri
grunnlaun. — Öll vinna matreiðslumanna umfram 48 klst. á viku er
kr. 2.50 fyrir byrjaða í/, klst. — Samningur matreiðslumanna gildir til
1. nóv. 1948 og framlengist um eitt ár sé honum ekki sagt upp með
þriggja mánaða fyrirvara, en samningur framreiðslumanna gildir
til 1. maí og framlengist um sex mánuði 1 senn miðað við 1. maí
eða 1. nóv. ár hvert sé honutn ekki sagt upp með þriggja mánaða
fyrirvara.
Nýir samningar í Súðavík
Þann 3. nóv. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verka-
lýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga í Súðavík og atvinnurekenda þar.
Samkvæmt hinum nýja samningi hækkaði grunnkaup verkamanna 1
115