Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 125
Sarakvæmt hinum nýja taxta er tímakaup garðyrkjumanna kr. 13.05
og aðstoðarmanna kr. 11.10. Kaup þetta er jafnaðarkaup og gildir á
hvaða tíma sólarhrings sem er. Á kaup þetta er heimilt að leggja
20% fyrir verkstjórn, veikfæri, tryggingar og orlofsfé.
Nýr samningur í Skeggiaslaðahreppi
Þann 3. maí var undiiritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðs-
félags Skeggjastaðahrepps og Kaupfélags Langnesinga (útibúsins á
Bakkafirði). Samkvæmt hinum nýja samningi hækkaði grunnkaup
verkamanna í almennri dagvinnu úr kr. 2.30 í kr. 2.45 á klst., í
almennri skipavinnu úr kr. 2.40 í kr. 2.70 á klst., og í skipavinnu við
kol, salt og sement úr kr. 2.65 í kr. 3.11 á klst. Eftirvinna greiðist
með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna raeð 100% álagi á dag-
vinnukaup.
Félagið samdi og í fyrsta skipti um kaupgjald kvenna og drengja
14—16 ára. Var það ákvcðið kr. 1.60 A klst. (grunnkaup).
A. S. í. semur við h. f. Hval
Þann 7. maí var undirritaður lcjarasamningur milli Alþýðusam-
bands íslands og h.f. Hvals, en það fyrirtæki á og starfrækir hval-
vinnslustöðina f Hvalfirði.
Samkvæmt samningnum er grunnkaup hjá h.f. Hval sem hér segir:
Vélamenn, yfirmenn við hvalskurð kr. 3.65 á klst. í dagvinnu, en
mánaðargrunnkaup kr. 730.00. Kyndarar, bilstjórar og sambærilegar
starfsgreinar kr. 3.25 á klst. í dagvinnu, en mánaðargrunnkaup kr.
650.00. Verksmiðjuvinna almenn og vinna verkamanna við störf fag-
lærðra manna kr. 3.05 á klst. í dagvinnu, en mánaðargrunnkaup kr.
610.00. Almenn verkamannavinna kr. 2.80 á klst f dagvinnu, en mán-
aðargrunnkaup kr. 560.00. Eftirvinna greiðist með 50% álagi en
nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnu.
Samningurinn gildir frá undirskriftardegi til 1. marz 1949 og er
uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara miðað við 1. marz 1949.
Sé honum ekki sagt upp framlengist hann um eitl ár í senn með
sama uppsagnarfresti.
125