Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 81
*
6. Kjara- og réttindabætur sínar hefur verkalýðurinn á þessu
tímabili orðið að knýja í gegn með seigri og harðnandi baráttu, enda
þótt hann hefði styrkt aðstöðu sína í skjóli almennrar atvinnu í
landinu á þessum árum.
En því harðari sem átökin hafa verið, því meiri hefur samheldni
verkafólksins verið, eins og gleggst sannaðist i kaupdeilunum á síð-
astliðnu sumri.
Verkalýðssamtökin hafa þó ekki aðeins átt f höggi við atvinnu-
rekendavaldið. í öllum helztu kaupdeilum undanfarinna ára hafa
forystumenn Alþýðuflokksins, er réðu yfir Alþýðusambandinu fram
að 1942, haft samstöðu með atvinnurekendum ,reynt að ófrægja kaup-
og kjarakröfur verkamanna, rjúfa innbyrðis einingu og samúð
verkalýðsins, egna einstök félög til verkfallsbrota og jafnvel lagt til,
að félag, er átti i langri og harðri kaupdeilu (Iðja) yrði hreinlega
lagt niður. Síðastliðinn vetur hóf Alþýðublaðið, jafnvel máls á nauð-
syn þess að skerða verkfallsrétt verkalýðsins og koma á opinberu
eftirliti ríkisvaldsins með öllum kosningum í verkalýðsfélögunum,
þ. e. að afnema frjálsar kosningar í þeim.
Það er eftirtektarvert og lærdómsríkt, að Alþýðublaðið og aðstand-
endur þess hafa án afláts haldið fram þeirri fjarrstæðu ákæru, sem
atvinnurekendur hafa haldið á lofti síðan fyrstu verkalýðsfélög
landsins voru stofnuð, að hagsmunabarátta verkafólksins væri að
sliga atvinnuvegina og að hún væri ekkert annað en „pólitík",
ro. ö. o.: Þeir hafa haldið fram aðal „röksemd" atvinnurekenda-
valdsins, um að dýrtfðin 1 landinu stafaði fyrst og fremst af of háu
kaupgjaldi verkafólksins og að helzta ráðið til að lækka dýrtíðina
v*ri því það að lækka laun þess.
7. Þegar nýsköpunarstjórnin fór frá fyrir hálfu öðru ári síðan,
gerbreyttust aðstæður verkalýðsins og samtaka hans. Stóratvinnu-
fekendastéttin undirbjó nýja og langvarandi sókn á hagsmuni verka-
'ýðsins með það að markmiði, að taka af honum aftur þær kjara-
bætur er hann hafði áunnið sér, fyrst og fremst kauphækkanirnar.
Sem afleiðing þessara umskipta eru lífskjör verkalýðsins farin
tnjög að versna. Kaupmáttur launanna minnkar jafnt og þétt sökum
vaxandi dýrtíðar, auk þess se mþau voru lækkuð beinlínis með
'ögum um s.l. áramót. Nýjar og miklara álögur hafa verið settar
81
6