Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 80
1. Sameining verkalýðsfélaganna í Alþýðusambandi íslands og end-
anlegur aðskilnaður þess frá Alþýðuflokknum árið 1942 orsakaði
nýja og áður óþekkta éflingu Alþýðusambandsins, sem um það bil
tvöfaldaði meðlimatölu sína árin 1942—1948.
2. í krafti þessarar miklu einingar og eflingar samtakanna varð
íslenzkur verkalýður fær um að notafæra sér þá aðstöðu, er skapaðist
í landinu á styrjaldarárunum, til stórkostlegra kjara- og réttarbóta,
sem hann hafði stefnt að áratugum saman. 8 stunda vinnudagurinn
var samningsbundinn almennt, 12 daga orlof var samningsbundið og
sfðan lögleitt. Grunnkaup hækkaði úr kr. 1.45 í kr. 2.80 eða um það
bil tvöfaldaðist. Á þessu sama tímabili eru gerðar um 350 kaup- og
kjarasamningar eða fleiri samningar en frá stofnun A.S.Í. 1916 og
fram að 1942.
3. Árið 1941 var kaupgjaldið aðeins 5 aurum hærra en árið 1924.
I>. e. kr. 1.45. M. ö. o. stóð að mestu i stað hátt á annan áratug í
Reykjavík, undir forystu þeirra Alþýðublaðsmanna.
4. Þann 24. olctóber 1941 lýsti forseti Alþýðuflokksins, Stefán -Jó-
hann Stefánsson, yfir á Alþingi:
„Mér er kunnugt um það, að það er engin sérstök hreyfing í þá
átt að segja upp kaupsamningum með það fyrir augum að hækka
grunnkaupið. Engin yfirvofandi hætta sýnist á því að slíkt skelli á.‘‘
Hefði þessari stefnu verið fylgt, myndi engum kaupgjaldssamn-
ingum hafa verið sagt upp á styrjaldarárunum. Pá væri grunnkaupið
nú kr. 1.45 á kluukustund í stað kr. 2.80 eða álíka og fyrir 24 árum,
og þá væri dagvinnan 10 klukkustundir í stað 8. Þá væri dagkaup
verkamanna með núverandi dýrtíðarvísitölu kr. 43.50 fyrir 10
klukkustundir í stað kr. 92.40 fyrir 10 klukkustundir, eins og það er
nú, eða kr. 261.00 fyrir 60 stunda vinnuviku ( stað kr. 554.40 fyrir
sama stunda fjölda (miðað við dagsbrúnarkaup).
5. Einging og efling Alþýðusambandsins frá og með árinu 1942
jók geysilega áhrif verkalýðsins á alla þróun islenzkra þjóðmála.
Vegna aukins styrkleika síns gat verkalýðsstéttin tekið forystu um
nýsköpunarstefnuna, sem var ráðandi í Íandinu 1944—1946, og sem
olli meiri atvinnulegum og menningarlegum framförum en nokkurt
annað sambærilegt tímabil í íslandssögunni, en sem hefði verið
óhugsandi án áhrifa og styrkleika verkalýðsins.
80