Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 105
undirskriftardegi og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara,
en sé honum ekki sagt upp, framlengist hann um 6 mánuði.
Nýr kjarasamningur á Patreksfirði
22. apríl var undirritaður nýr kjarasamningur rnilli Verkalýðsfélags
Patreksfjarðar og atvinnurekenda.
Helztu nýmæli þessa samnings eru þessi: Timakaup karla í almennri
dagvinnu kr. 2.55 pr. klst. (áður kr. 2.40). Skipavinna kol, salt, sement,
steypuvinna o. fl. kr. 2.85 (áður kr. 2.75).
Vinna við tilfærslu í kolaboxum, ketilhreinsun, ryðhreinsun með
handverkfærum, rafmagni eða lofti. Botnhreinsun skipa innan borðs
og hreinsun með vítissóta kr. 3.53 (áður 3.40).
Tímakaup bifreiðarstjóra kr. 2.85 (áður kr. 2.75). Hreinsun bifreiða
og annarra véla kr. 3.10 pr. klst.
Tímakaup kvenna kr. 2.00 (áður kr. 1.75). Fyrir hreingerningar kr.
2.20 (áður kr. 2.00) pr. klst.
Ýmsar fleiri endurbætur hafa orðið á fyrri samningi.
Eftirvinna er sem áður greidd með 50% álagi á dagvinnu, en nætur-
og helgidagavinna með 100% álagi.
Nýr samningur í Glerórþorpi
Þann 28. apríl var undirritaður kaupgjaldssamningur milli Verka-
mannafélags Glæsibæjarhrepps og Síldarbræðslustöðvarinnar Dag-
verðareyrar h.f.
Samkvæmt þessum samningi hækkar tímakaup i almennri dagvinnu
úr kr. 2.50 í kr. 2.65. Tímakaup við kol, salt, sement og grjót er nú
kr. 2.90, við lempun á kolum og katlavinnu kr. 3.60.
Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. maí 1947.
Nýr samningur bifvélavirkja í Reykjavík
Þann 29. apríl var undirritaður kjarasamníngur milli Félags bif-
vélavirkja í Reykjavík og atvinnurekenda í þeirri iðngrein. Samkvæmt
þessum samningi hækkar grunnkaup bifvélavirkja úr kr. 158.00 í kr.
170.00 á viku. Eftirvinna og næturvinna hækkar i svipuðu hlutfalli.
105