Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 29
öll eru í heildarsamtökunum, Alþýðusambandi íslands. Aðeins eitt
a£ þessum sjómannfélögum, Sjómannafélag Reykjavíkur, er meðlimur
í I.T.F.
Þegar ég skrifaði bréf mitt 2. desember, átti eitt af félögum vorum,
Sjómannafélagið í Vestmannaeyjum, i deilu við skipaeigendur, og
vér höfðum gilda ástæðu til að ætla að hún myndi verða mjög alvar-
leg; þess vegna skrifaði ég bréfið og spurðist fyrir um möguleika á
aðstoð yðar, ef þörf gerðist.
Alþýðusambandið fór með málið fyrir félag það, er í deilu átti,
og það var þess vegna ekki nema eðlilegt, að vér snerum oss beint til
yðar.
Vér vonum að vér þurfum ekki að ónáða yður frekar.
Yðar
(sgd) Björn Bjarnason
ritari."
Síðasta bréf I.T.F. á íslenzku:
„Kæru félagar,
Ég staðfesti hér með móttöku bréfs yðar frá II. þessa mánaðar, og
mér þykir fróðlegt að heyra að f sambandi yðar skuli vera ellefu
félög farmanna og fiskimanna. Mér þætti vænt um, ef þér vilduð
láta mig hafa nöfn og heimilisfang þessara félagssamtaka, svo og
meðlimatölu hvers þeirra.
Hvað viðkemur öðru innihaldi bréfs yðar, vil ég gera við það þá
athugasemd, að það er ekki venjuleg leið, að Alþýðusamband yðar
snúi sér til I.T.F. fyrir félag, sem getur gengið í I.T.F., en hefur
ekki gert neinar ráðstafanir til þess öll þau mörgu ár, sem það hlýtur
þó að hafa vitað um tilveru I.T.F. og þá starfsemi, sem það rekur
fyrir sjómenn og fiskimenn.
Yður til fróðleiks sendi ég yður hér með afrit a£ lögum I.T.F.
Með bróðurlegri kveðju."
(Undirskrift)
Af bréfum þessum fær lesandinn Ijósa vitneskju um það, að þeir
Alþýðublaðsmenn, sem að Sjómannafélagi Reykjavíkur standa, vita
meira um þetta mál en þeir vildu vera láta í forsíðugreininni 4.
sept. s.l. — En að því verður komið síðar.
29