Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 41
tillagna við þær. Þrjár þessara ræðna eru orðrétt prentaðar í Vinn-
unni, og getur hver raaður því gengið úr skugga um, hvort nokkuð
sé þar að finna, sem ekki er i samræmi við hið stéttarlega inntak
verkalýðssamtakanna. Auðvitað er það hreinasta ósvífni af hálfu út-
varpsráðs eða valdhafa landsins að blanda sér inn í það, hvaða menn
stjórn Alþýðusambandsins felur starf fyrir sína hönd, enda einnig
hennar einkamál, hverja ræðumenn hún velur í útvarp. En sannast
bezt að segja:
Þessir voðamenn, sem ekki mátti hleypa í útvarpið 1. maí, og allir
eru kunnir úr útvarpsdagskrá sambandsins áður fyrr, voru þeir Guð-
geir Jónsson, fyrrv. forseti sambandsins, Stefán Ogmundsson, vara-
forseti sambandsins, Halldór Kiljan Laxness, Halldóra Guðmunds-
dóttir, formaður Nótar, fél. netavinnufólks og Lárus Pálsson, leikari.
Stjórn Alþýðusambandsins hafði að vísu þótt of hljótt um A.S.V. í
hagsmunabaráttunni s.l. áratug og reyndar fátt haft af því að segja
annað en það, að á skattaskýrslum félaganna á Vestfjörðum var 1,4
sambandsskatts haldið eftir handa þessu fjórðungssambandi.
En þegar hin óskammfeilnu hróp að stéttareiningu alþýðunnar 1.
maí höfðu verið gerð í nafni A.S.V., sem hirti /3 af skatttekjum A.S.Í.
á Vestfjörðum, sem hluti heildarsamtakanna, þótti sambandsstjórn
orðið ærið tilefni til að rannsaka hið almenna ástand innan A.S.V.
Rannsókn leiddi í ljós eftirfarandi staðreyndir:
1. A.S.V. hafði ekkert fjórðungssambandsþing haldið siðan 1944.
En samkvcemt lögum þess ber þvi að halda það annað hvort úr.
t tvö ár hafði ekki verið til nein fjórðungssambandsstjórn, þvi
kjörtimabil siðustu fjórðungsstjórnar var útrunnið fyrir tveimur
árum.
2. Alþýðusamabndi íslands hafði ekki borizt neinar þingfunda-
gerðir né samþykklir siðan 1936 eða i 12 ár.
3. Ekkert yfirlit yfir fjárreiður hafði borizt frá A.S.V. síðan 1938
eða i 10 ár.
4. Ekkert bréf eða neins konar tilkynning hafði A.S.Í. borizt frá
A.S.V. siðan 1940 eða i 8 ár.
3. Fjórðungsstjórnarfundur hafði aldrei verið kallaður saman siðan
1942 minnst, eða a. m. k. ekki i 6 ár, þar eð vitað er, að tveir sam-
bandsstjórnarmeðlimir A.S.Í., sem samkvœmt lögum A.S.V. eiga sæti
41
L