Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 71
ræðum til rökstuðnings máli sínu og hefur ekki heldur óskað neinna
sérstakra breytinga á ræðunum.
2. Það er ekki neitt nýtt að skiptar séu skoðanir um framkvæmd
mála í félagssamtökum og enginn, svo oss sé kunnugt, látið sér
detta í hug að neita neinum félagssamtökum um rétt sinn, út á við,
af þeim ástæðum.
Um 1. mai hefur jafnan einhver ágreiningur verið á undanförnum
árum innan verkalýðssamtakanna og þau eigi að síður haldið dag
sinn hátiðlegan i útvarpi undir forystu löglegrar stjórnar heildarsam-
takanna, án þess að útvarpsráð hafi haft nokkuð við það að athuga.
Að þessu sinni var málefnagrundvöllur dagsins þ. e. 1. mai ávarpið
i Reykjavík samþykkt samhljóða á fundi með stjórnum allra sam-
bandsfélaga höfuðstaðarins og óhætt að segja að aldrei hafi I. maí-
ávarp verið staðfest hér af svo almennum einhug í verkalýðssamtök-
unum.
Ástæða sú, fyrir ákvörðun meirihluta útvarpsráðs, að komið hafi
i ljós nú ósamkomulag innan Alþýðusambandsins er því hrein fjar-
stæða. — Hins vegar er augljóst að með þessu hefur útvarpsráð bland-
að sér í innri mál verkalýðssamtakanna, framið hlutleysisbrot gegn
þeim.
3. Það er að vísu rétt að fulltrúar sambandsfélags hér i Reykjavík
hafa gengið svo langt i einangraðri andstöðu sinni gegn einingu
verkalýðsins að hlaupast undan merkjum og blöð andstæðinga verka-
lýðsins fagnað þessu mjög.
En þetta er heldur engin ný bóla og hefur ekki hingað til orðið
tilefni þess að útvarpsráð neitaði löglegri stjórn A. S. í. um aðild að
1. mai i ríkisútvarpinu.
Að þessu athugu mótmælum vér þeirri ákvörðun meirihluta út-
varpsráðs, að loka útvarpinu fyrir alþýðusamtökunum á hátíðisdegi
þeirra, en velja í þess stað menn eftir eigin geðþótta til ræðuhalda,
sem hlutleysisbroti og frekustu móðgun við samtök islenzkrar alþýðu.
Jafnframt mótmælum vér því, í nafni heildarsamtaka íslenzkrar
alþýðu, að nokkur stofnun önnur en þau eða löglega kjörnir full-
trúar þeirra hafi rétt til að skipuleggja útvarpsdagskrá 1. maí, ef á
annað borð útvarpið er helgað þessum degi.“
71