Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 52
4. Að afurðasalan verði endurskipulögð með það fyrir augum að
samræma hana meira en nú er, og til þess að tryggja verkalýðssam-
tökunum eðlilega íhlutun um afurðasöluna. (120:7).
5. Að verzlunarskipulaginu verði gjörbreytt og milliliðagróði heild-
salanna útilokaður m. a. með aukinni samvinnuverzlun og lands-
verzlun. Verðlagseftirlitið verði skerpt svo, að það nái tilgangi sínum.
(120:8).
6. Að tollar verði lækkaðir eða afnumdir á helztu nauðsynjavörum
almennings, en i þess stað hækkaðir skattar á hátekjum og stóreign-
um. (119:3).
7. Að ráðstafanir verði gerðar til þess að lækka óhóflega húsaleigu
og koma í veg fyrir hvers konar húsaleiguokur. Jafnframt sé bygging-
arfélögum gert kleift að halda áfram nauðsynlegum ibúðabyggingum
f stórum stíl. (119:3).
8. Að strangar reglur séu settar til þess að tryggja hagnýta notkun
gjaldeyris án þess að gengið sé á heilbrigð lífskjör almennings.
Þannig sé komið í veg fyrir óþarfa innflutning, óhagstæð innkaup og
gjaldeyrisflótta úr landi. Reynt verði að fá uppgefnar og afhentar
gjaldeyriseignir íslendinga erlendis. (121:2).
9. Að dregið verði í hvívetna úr kostnaði við embættisrekstur rik-
isins. (122:3).
10. Að framkvæmd skattalaganna verði bætt og reistar skorður við
því, að fé sé dregið út úr atvinnurekstrinum til annarra hluta. (121:3).
11. Að jafnhliða framantöldum ráðstöfunum verði tryggt að næg
atvinna sé handa öllum og að fjármagni þjóðarinnar sé einbeitt i
gagnlega uppbyggingu. (122:3).
Þingið vill sérstaklega undirstrika, að það telur, að ekki komi til
mála að hlutasjómenn ráði sig til vertíðar upp á aflahlut, nema fast
örugglega tryggt fiskverð liggi fyrir í byrjun vertíðar og að það veiti
hlutamönnum réttlát kjör borið saman við aðrar atvinnustéttir.
Kjörorð þingsins er: Uppbygging atvinnuveganna. Aldrei framar
atvinnuleysi."
En ríkisstjórnin kaus heldur að fara árásarleiðina og samþykkti
dýrtíðarlögin alræmdu s.l. vetur. Jafnhliða launaskerðingunni, sem
nam 8i/£%, ásamt festingu vísitölunnar, voru lög þessi skreytt ýms-
um fögrum loforðum, sem tryggja áttu að byrðarnar legðust jafnt á
52