Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 16
f Borgarnesi var einnig afgreitt benzfn raeð verkfallsbrjótum. En
þáverandi stjórn Verkalýðsfélags Borgarness gerði þó sitt til að af-
stýra því.
Blöð andstaeðinga fögnuðu mjög verkfallsbrotunum.
Alþýðublaðið komst m. a. svo að orði 24. júní 1947:
„Vélráðum kommúnista svarað á réttan hátt."
„Það er einstakur atburður í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar,
að félögin rísi þannig upp gegn yfirstjórn samtakanna. En þetta er
hið eina er þau geta gert til þess að firra sig þeim vandræðum, sem
hinir kommúnistísku valdránsmenn í stjórn Alþýðusambandsins eru
að kalla yfir þau."
Vísi fórust m. a. svo orð, 23. júnf 1947:
„Verkamenn í Borgarnesi hafa nú sýnt, hvernig koma á fram við
kommúnista."
Undir ógmrn flokkaagana
Þegar farið var að birta f blöðum og útvarpi hinar svívirðilegu
yfirlýsingar gegn málstað Dagsbrúnarmanna, f nafni ýmissa verka-
lýðsfélaga, setti marga hljóða við, að hægt skyldi vera að æsa nokk-
urn verkamann, hvað þá forustumenn heilla verkalýðsfélaga, til slíks
verknaðar sem hér var um að ræða, svo ekki sé talað um framkvæmd
verkfallsbrota.
Sú varð lfka raunin á, að fréttir, sem óvinurinn flaggaði með, um
fjandsamlega afstöðu nafngreindra félaga til hagsmunabaráttu Dags-
brúnarverkamanna, eins og t. d. Verkalýðsfél. Þórshafnar, Verka-
mannafél. Árvakur, Eskifirði, Verkalýðsfél. Hrútfirðinga, Verkalýðs-
fél. Vfkingur, Vfk f Mýrdal o. fl. reyndust uppspuni og rógur.
Einkennilegust var afstaða þeirra félagsstjórna, sem af einskærri
flokksauðsveipni við þá Alþýðublaðsmenn, sendu eftir pöntun óvin-
samleg skeyti um Dagsbrúnarmenn og Alþýðusambandið, til birt-
ingar í blöðum og útvarpi, en gengu þó ekki, þegar til kom, f ber-
högg við ærukært almenningsálit verkamanna f félagi sfnu með því að
neita Alþýðusambandinu um að gera skyldu sína gagnvart Dagsbrún,
hvað þá að framkvæma slíkan höfuðglæp sem verkfallsbrot.
Hér skulu tilgreind tvö dæmi:
10