Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 43
raunverulega hefur A.S.V. verið dautt sem hagsmunatæki alþýðunnar
á Vestfjörðum í það minnsta s.l. 4 ár, og að forminu til einnig dautt
s.I. 2 ár.
Fyrir því lcggur stjórn Alþýðusambands íslands fyrir sambands-
félögin á Vestfjörðum að þau hætti nú þegar greiðslu á skatti til
svonefnds A.S.V. þar til gengið hefur verið úr skugga um að lieil-
brigt og löglegt fjórðungssamband hafi tekið til starfa þar vestra. A
meðan þannig hefur ekki verið skipað þessum málum mun A.S.Í. sjá
um varðveizlu þess hluta skattsins, sem annars hefði gengið til fjórð-
ungssambandsins, og afhenda hann löglegu fjórðungssambandi þegar
það er til staðar.
Með félagskveðju,
, f. h. Alþýðusambands íslands,
Jón Rafnsson."
Jafnframt sendi Alþýðusambandið Hannibal Valdimarssyni síðast
kjörnum forseta A.S.V. eftirfarandi bréf:
„Reykjavík, 29. maf 1918.
Hr. Hannibal Valdimarsson, alþm., ísafirði.
Heiðraði félagil
Síðan Alþýðusamband Vestfjarða hélt 6. þing sitt árið 1936 liefur
stjórn Alþýðusambands íslands ekki borizt í hendur nein Þingfundar-
gjörð frá A.S.V. Þá hefur A.S.Í. ekki fengið í hendur neitt yfirlit um
fjárhag A.S.V. allt frá árinu 1938, og loks hefur ekkert bréf eða
orðsending borizt til A.S.Í. frá stjórn A.S.V. síðan árið 1940.
Af þessu er ljóst, að stjórn A.S.V. hefur um allt að 12 ára skeið
ekki uppfyllt jafn sjálfsagða og einfalda skyldu og þá að senda stjórn
heildarsamtakanna nauðsynlegustu gögn varðandi starfrækzlu fjórð-
ungssambandsins, og það jafnt eftir að 19. þingið hafði með lagasetn-
ingu skyldað fjórðungssamböndin til þess að „senda miðstjórn árs-
reikninga sína til athugunar" og kveðið svo á um, að fjórðungssam-
böndin „beri ábyrgð á fjárreiðum sínum gagnvart sambandsstjórn og
sambandsþingi". (sbr. 51. gr. sambandslaga.)
Auk þess er oss kunnugt um að þing A.S.V. hefur eigi verið kvatt
43