Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 83
verkalýðsfélögin hafa þeir stutt með málshöfðunum og og réttarof-
sóknum gegn verkalýðssamtökunum, ekki aðeins í því augnamiði að
ná fölskum atkvæðameirihluta á þessu þingi heldur til þess að eyði-
leggja viðkomandi verkalýðsfélag sem hagsmunatæki verkalýðsins og
svipta hann völdum innan stéttarfélags síns.
Úrskurðir Félagsdóms í hinum frægu Selfossmálum cru óhugnan-
legt dæmi þess hvernig afturhaldið notar réttarstofnanir þjóðarinnar
gegn hinni vinnandi þjóð landsins.
Falsaðar meðlimaskrár til að sýna háa fulltrúatölu á þessu þingi
eru hið mesta uppáhalds vopn afturhalds og atvinnurekendavalds í
nafni lýðræðisins og baráttunnar gegn kommúnistum í íslenzkum
verkalýðssamtökum.
Dæmi þessara baráttuaðferða er m. a. að finna á Selfossi, Akra-
nesi, Hreyfli hér í Reykjavík, Verkalýðsfél. Vestmannaeyja, svo-
nefnds Bílstjórafél. S.-Þingeyjarsýslu o. s. frv. svo frægustu dæmin
séu nefnd, að ógleymdum fulltrúakosningu í Sjómannafélagi Reykja-
víkur.
10. Ef slíkri breiðfylkingu atvinnurekendavaldsins og Alþýðu-
blaðsklíkunnar tekst að ná meirihluta fulltrúa á Alþýðusambands-
þingi, þá er Alþýðusambandið um leið hætt að vera skjól og skjöldur
hins vinnandi manns, þá munu atvinnurekendur telja sig hafa fulla
möguleika á því að lækka launin enn meir og rýra kjörin.
Ef breiðfylkingunni tekst að ná Alþýðusambandinu af verka-
lýðnum, þá verður leiðin greið til þess að setja lög, er takmarka
verkfallsrétt verkalýðsins, eyðileggja verkalýðsfélögin með afskiptum
dóms- og löggjafarvalds af skipulagsmálum þeirra, og setja allar
kosningar í samtökunum undir opinbert eftirlit ríkisins, þ. e. at-
vinnurekenda.
Ef breiðfylkingunni tekst að ná Alþýðusambandinu, þá verður
stærsta skrefið stigið í áttina til þess ástands, er rikti hér á landi
árin 1930—1940, ástands atvinnuleysis og örbirgðar og þá glatar
þjóðin um leið sterkasta forsvara lýðræðisins í landinu, en alræði
hinna ríku yxi að sama skapi.
Og siðast enn ekki sízt: Missi'verkalýðsstétt íslands Alþýðusam-
bandið nú úr höndum sér, mun afturhaldið kosta kapps um að eyði-
83