Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 39
Ráðstefnan lítur svo á, að samkvæmt gildandi lögum A.S.Í. sé
með öllu ólöglegt að stofna til fjórðungssambands án þess að öllum
sambandsfélögum í viðkomandi landsfjórðungi sé heimill jafn réttur
til þátttöku.
Ráðstefnan telur ekki óeðlilegt að stofnað sé fjórðungssamband á
Suður- og Suð-vesturlandi innan A.S.Í., ef meirihluti skipulagðra
launþega innan sambandsins óskar þess, en þó því aðeins:
1. Að öllum sambandsfélögum á viðkomandi landssvæði sé gefinn
jafn réttur til þátttöku og lög þess séu að öðru leyti í samræmi við
lög A.S.Í.
2. Að undirhúningur allur fari fram í samráði við sambandsstjórn
og sambandsþing.
3. Að A.S.Í. þurfi einskis í að missa í tekjum við starfrækslu sliks
sambands, sbr. A.S.A. og A.N.
Ráðstefnan felur miðstjórn að leita umsagnar allra sambandsfélaga
á þessu svæði, varðandi afstöðu þeirra í þessu máli, og undirbúa það
til frekari afgreiðslu, enda hafi miðstjórn samráð við milliþinganefnd
i skipulagsmálum, sem nú starfar."
Flokksíyrirtæki
Til þess að draga enn skýrar fram, hvað svokallað A.S.S. er í raun-
inni, er rétt að upplýsa, að bréf til verkalýðsfélaganna varðandi stofn-
un þess dags. 10. sept. 1947, þar sem eitt höfuðmarkmið A.S.S. er talið
vera það að berjast gegn „yfirráðarétti kommúnista í heildarsamtök-
um íslenzkrar alþýðu", eins og það er orðað, er undirritað af Vilhelm
nokkrum Ingimundarsyni, starfsmanni Alþýðuflokksins, fyrir hönd
svonefndrar „Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins".
Loks sannaðist, að í verkalýðsfélögunum á Akranesi og Keflavík
hafði stofnun A.S.S. ekki verið tekin fyrir á fundi fyrr en rúmri viku
fyrir „stofnþing" þess á Akranesi — og þar með, að nöfn Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur óg Vklf. Akraness höfðu verið tekin
traustataki undir bréf frumkvöðlanna til verkalýðsfélaganna á Suð-
vesturlandi, til að gefa tiltæki þessu sakleysislegri svip í augum fé-
laganna.
A.S.S. er ekki til sem veikalýðssaintök. Það er raunverulega ekkert
39