Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 76
Innrásartilraun
Þegar miðstjórn sambandsins hafa borizt upptökubeiðnir dreif-
býlisfélaga hefur hún jafnan leyst málið þannig, að þeir meðlimir
hins nýja félags, sem hlutgengir gátu talizt í verkalýðsfélög samkvæmt
almennri venju gengju sem einstaklingar eða heild í það sambands-
félag, er næst var, með réttindum til vinnu samkvæmt samkomulagi.
Þetta hefur jafnan gengið friðsamlega fyrir sig, þangað til nú á
síðastliðnu sumri. — En þá voru það sérstaklega félagshópar bænda i
S.-Þingeyjarsýslu, er stofnað höfðu svo nefnt bílstjórafélag sín hvoru
megin Fljótshlíðar og kröfðust réttinda í sambandinu þegar í stað.
Þótt sambandið benti þeim vinsamlega á, að þeim bæri að fylgja
almennum reglum og lögum sambandsins, að starfandi væru fyrir
lögleg sambandsfélög með samningsbundinn og löglegan forgangs-
rétt á fyrirhuguðum félagssvæðum og við þau og sambandið bæri að
semja um þessa hluti áður en gengið yrði frá löglegum stofnunum
hinna nýju félaga, — var því ekki skeytt að neinu. —
Þegar hinir áhugasömu félagsstofnendur sáu að byrjunarsporin
komu ekki að tilætluðum notum, gerðu þeir sé lítið fyrir, stofnuðu
þriðja félagið, eins og fyrr án samráðs við sambandið og viðkomandi
sambandsfélög, án þess að skeyta um rétt verkalýðssamtakanna né
lög — og kröfðust inngöngu í samabndið að viðlagðri málsókn.
Til frekari skýringar á þessu máli birtum vér hér bréf sambands-
ins til málafærslumanns svonefnds Bílstjórafél. 'S.-Þingeyinga:
„Sem svar við heiðruðu bréfi yðar, dags. 28. sept. s.l., viljum vér
varðandi lög svonefnds Bílstjórafélags S.-Þingeyjarsýslu segja þetta:
Tilgangur félagsins virðist vera mjög takmarkaður við forgangs-
réttinn til vinnu á fyrirhuguðu félagssvæði (sb. 2. gr.), en það hlut-
verk eitt út af fyrir sig fer í bága við lög og anda verkalýðssamtak-
anna, svo sem vér höfum bent forráðamönnum nefnds félags á.
3. gr. laganna ber með sér, að félaginu er ekki ætlað að verða raun-
verulegt bílstjórafélag, heldur félag þeirra manna, er eiga ökuskír-
teini, hvaða stétt sem þeir annars kynnu að tilheyra, enda vitað að
mikill hluti stofnenda nefnds félags, eru ekki menn, sem hlutgeng-
ir gætu talizt i venjulegu bílstjórafélagi. Þá er og gert ráð fyrir, að
sjálfseignarbilstjórar og þcir, sem aka annars manns bifreið, sem
76