Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 92
- 8 - - — — - 15vé —
- 9 - - - - 17i/2 -
- 10 - - - - - 18i/2 -
Ef fleiri menn eru á bát, takast hlutir þeirra af óskiptum afla.
A mótorbátum, sem eru 12 smál. að stærð eða stærri, skulu hluta-
skipti vera sem hér segir:
Með 8 manna áhöfn skal skipt í 16 hluti,
-9 - - ---18 -
- 10 - - - - - 19i/2 -
- 11 - - - - 20i4 -
Ef fleiri menn eru á bát, takast hlutir þeirra af óskiptum afla, en
ef færri menn eru á, skal skipt til helminga.
Hlutamenn hafa nú kr. 350,00 kauptryggingu á mánuði (grunn-
kaup). Áður var engin kauptrygging.
í samningi þessum eru ákvæði, sem eigi voru áður, varðandi ýmis
konar störf við útgerðina, svo sem uppsetningu á línu, áhnýtingu
öngla, fellingu og bætingu þroskaneta o. fl.
Þá er aðkomumönnum og heimamönnum, sem þurfa, tryggt ókeypis
húsnæði hjá útgerðarmanni með viðunandi upphitun.
Samningurinn gildir frá áramótum til áramóta.
Nýr kjarasamningur Sóknar
Þann 16. jan. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfs-
stúlknafélagsins Sóknar og Ríkisspítalanna og Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar. Satnkvæmt þessum samningi er grunnkaup starfs-
stúlknanna kr. 310,00 á mán. fyrstu 9 mánuðina, kr. 325,00 á mánuði
næstu 9 mánuðina og kr. 350,00 á mánuði þar eftir. Eftirvinna greiðist
með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dag-
vinnukaup.
Nýr kjarasamningur á Hofsósi
Verkamannafél. Farsæll á Hofsósi og Kaupfélag Austur-Skagfirð-
inga undirrituðu samning um kaup og kjör verkamanna 21. jan.
Samkvæmt honum varð grunnkaup þar í almennri dagvinnu kr. 2,55
(áður kr. 2,20). — Eftirvinna er greidd með 50% álagi á dagvinnu,
92