Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 84
leggja það sem hagsmunatæki verkalýðsins og fá þvi breytt í vopn
gegn honum.
11. þessi viðhorf marka skýrt og ótvírætt þá meginstefnu, sem
verkalýðurinn og allsherjarsamtök hans hljóta að framfylgja á nú-
verandi stigi, en hún er fólgin í þessum fjórum aðalatriðum:
1. Að vernda kaup og kjör vinnandi stéttanna gegn beinum og
óbeinum árásum.
2. Að vernda Alþýðusamband íslands og einingu þess gegn hverri
tilraun til þess að sundra því eða koma því undir áhrif atvinnu-
rekendavaldsins.
3. Að vernda frelsi verkalýðssamtakanna og sjálfsákvörðunarrétt um
innri mál þeirra gegn vaxandi íhlutun dóms- og löggjafarvalds.
4. Að sjá svo um að hinir ríku verði nú loks látnir fórna í þágu
þjóðarheildarinnar í stað þess, að hingað til hafa vinnandi stétt-
irnar einar borið allar byrðarnar.
Stjórn Alþýðusambandsins leggur sérstaka áherzlu á þau sann-
indi, að land okkar sé nógu auðugt til þess að veita öllum örugga
atvinnu og efnahagslega hagsæld, ef hagsmunir auðmanna eru
ekki látnir sitja i fyrirrúmi.
12. Um starf fráfarandi stjórnar Alþýðusambands íslands almennt
skal ekki fjölyrt meira, en til að gefa rétta mynd af stéttarlegum
karakter hennar og verðleikum skal aðeins bent á eftirfarandi:
Heildarsamtök íslenzkrar alþýðu hafa aldrei átt forystu, sem bakað
hefur sér eins almennt hatur auðs- og braskarastéttar og einmitt
þessi sambandsstjórn. — í fyrsta skipti nú i sögu íslenzkra verka-
lýðssamtaka og þótt víðar sé leitað hefur auðstéttin sameinast opin-
berlega undir fána allra stjórnmálaflokka sinna í baráttunni fyrir
því að vinna heildarsamtök verkalýðsins fyrir atvinnurekendur úr
höndum verkalýðsins, en eyðileggja þau ella með klofningi.
í augum allra heilskyggnra manna ætti þessi eindæma og opin-
skáa hervæðing stéttarandstæðingsins að vera sambandsstjórninni sú
viðurkenning, sem ekki þyrfti áréttingar við.
Slík viðurkenning sem þessi er þeim mun verðmætari nú sem það
er augljósara, að einmitt þetta þing — og það jafnvel fámennur
hópur þess, kjörinn af verkamönnum — hefur í hendi sinni vald,
84