Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 73
dag, fjölmennari og samstilltari en nokkru sinni áður. Um þetta
mál er nánar sagt í 6. tbl. Vinnunnar 1948.
Esperantokennsla
Á síðastliðnu ári fóru fram bréfaskipti milli stjórnar A.S.Í. og
Esperantistafél. Áróru um esperantokennslu á vegum sambandsins,
og varð það að ráði, að Vinnan tæki upp esperantokennslu, er
svaraði einni síðu i hverju tölublaði. Esperantosíðan hefur frekar
aukið vinsældir ritsins, enda vitað, að ýmsir hafa notfært sér hana.
Telja má þetta nokkra viðleitni til styrktar alþjóðahyggju verka-
lýðsins. Ólafur Þ. Kristjánsson hefur séð um esperantosíðuna og á
þakkir skilið fyrir.
Skipulagsmál
Stofnað Alþýðusamband Norðurlands
Dagana 17.—19. maí í fyrra var Alþýðusamband Norðurlands stofn-
að á Akureyri. Forseti stofnþingsins var Gunnar Jóhannsson en vara-
forseti Elísabet Eiriksdóttir. Ritarar Eriðrik Kristjánsson og Hösk-
uldur Egilsson.
í miðstjórn var kjörið þannig: Forseti Tryggvi Helgason, varafor-
seti Elísabet Eiríksdóttir, ritari Stefán Snæbjörnsson, meðstjórnendur:
Björn Arngrímsson og Björn Jónsson. í sambandsstjórn, auk mið-
stjórnar voru kosin Gunnar Jóhannsson, Ásta Ólafsdóttir, Sigursveinn
D. Kristinsson, Hallgrímur Stefánsson, Geir Ásmundsson og Guðrún
Guðvarðardóttir.
Stofnþingið tók aðallega til umræðu, auk skipulagsmálanna, kjara-
málin, og reyndist fjórðungssambandið þegar strax f kjaradeilunum
norðanlands um sumarið afgerandi þáttur í hinum miklu sigrum
verkalýðsfélaganna þá og A.S.Í.
Iðnsveinaróð A.S.f.
Samkvæmt 52. gr. laga A.S.Í. hefur verið stofnað iðnsveinaráð á
vegum sambandsins síðastliðið starfstimabil. — í stjórn ráðsins eru:
73