Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 100
fallslega fyrir skemmri tima. — Samningurinn gildir til 1. sept. og
framlengist um jafnlangan tíma, sé honum ekki sagt upp með mán-
aðar fyrirvara.
Nýr kjarasamningur í Fljótum
S. marz var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkamanna-
félags Fljótamanna annars vegar og Samvinnufél. Fljótamanna hins
vegar.
Kaup í Fljótum er nú sem hér segir: Almenn dagvinna kr. 2.60 um
klst. (áður kr. 2.25). Skipavinna kr. 2.75, kol, salt, sement kr. 3.00,
kol, salt, sement i skipavinnu kr. 3.25.
Eftir- og næturvinna greiðist með 75% álagi, en helgidagavinna
með 100% álagi á almenna dagvinnu.
Nýr kjarasamningur rafvirkja
Félag fslenzkra rafvirkja og Félag löggiltra rafvirkjameistara undir-
rituðu nýjan kjarasamning 4. marz. Samkv. honum styttist vinnuvik-
an um eina klst. og verður nú 48 stundir. Grunnkaup hækkaði
úr kr. 3.55 f kr. 3.80 á klst. Eftirvinna greiðist fyrir fyrstu tvær stund-
irnar eftir að dagvinnu lýkur og með 50% álagi á dagvinnukaup, en
nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup.
Nýr samningur nóta- og netamanna á Akureyri
Þann 7. marz var undirritaður nýr kjarasamningur milli Nóta- og
netamannadeildar Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og neta-
verkstæðiseigenda á Akureyri. Samkvæmt þessum samningi er grunn-
kaup fólks, sem vinnur við að búa til og bæta net og nætur og ann-
arra þeirra, sem hafa viðurkennd iðnréttindi við netagerð, kr. 2.92 á
klst. Meðlimir nóta- og netamannadeildar Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar skulu einig halda þessu kaupi, þó þeir vinni við
þurrkun, litun eða flutning á nótum. Verði, sökum skorts á mann-
afla, að taka viðvaninga til vinnu þessarar, skulu þeir vinna kauplaust
fyrsta hálfa mánuðinn. Að þeim tíma loknum fái þeir almennt verka-
mannakaup (kr. 2.65 á klst.) í næstu tvö ár, og að þeim tíma liðnum
taki þeir kaup samkvæmt taxta þessum. Lágmarkskaup manna með
100