Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 66
hagkværaar en ella. Er þetta m. a. gert með því að ákveða forgangs-
rétt slfkra félagaheimila, ef umsóknir verða meiri en svo, að hin
ákveðna fjárhæð nægi.
Til þess að þessar stofnanir geti náð tílgangi sínum, þurfa þær að
vera allvel útbúnar. í hinum sameiginlegu félagaheimilum og orlofs-
heimilunum þarf að vera eldhús, borðsalur, lestrarsalur og svefnher-
bergi fyrir ákveðinn fjöld gesta. Gætu hin stærri verklýðsfélög skipu-
lagt dvalir meðlima sinna þannig, að húsnæðið væri nær alltaf í
notkun þann tíma, sem orlofin standa yfir, en það er einmitt sá
tími, sem minnst er um félagsstarfsemi í sveitunum vegna anna. Frá
heimilunum mætti siðan skipuleggja stuttar skemmtiferðir um ná-
grennið ákveðna daga dvalartímans. Annan tíma ársins væru heimil-
in hinir ákjósanlegustu staðir fyrir félags- og skemmtanalíf ibúa í
viðkomandi sveitum.
Hér er um stórmikið menningarmál að ræða, sem full ástæða er til,
að hið opinbera leggi lið, engu siður en fjölmörgu öðru, sem sjálf-
sagt þykir að styðja."
Frumvarpinu var að umræðu lokinni vísað til nefndar en var eigi
tekið til umræðu aftur og dagaði þvi uppi.
1. maí almennur frídagur
Það hefur verið eitt helzta baráttumál alþýðu í langan tíma, að
gera 1. maí að almennum fridegi, og hefur verkal.fél. um land allt
tekizt að fá daginn viðurkenndan sem slikan í samningum við at-
vinnurekendur. En takmarkið hefur verið að fá daginn lögleiddan
sem almennan frídag. 17. júní hefur um langt skeið verið einn af
hátíðisdögum þjóðarinnar, og með stofnun lýðveldisins 1944 hefur
dagurinn fengið aukið gildi. Þvf var það að eftirfarandi frv. var
flutt á Alþingi af Herm. Guðm. 1946:
1. gr. — 17. júní er þjóðhátíðardagur íslendinga. Er bæjar- og
sveitarstjórnum um land allt skylt að sjá um, að stofnað verði til
hátíðarhalda þann dag. Öll vinna er bönnuð 17. júní nema óhjá-
kvæmileg störf. Rárherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli
um ákvæði greinar þessarar.
2. gr. — 1. maí er almennur frídagtir um land allt, og er öll vinna
þá óheimil nema óhjákvæmileg störf.
66