Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 7
Aldrei fleiri kiarctbótasamningar en frá 1946—1948
Augljóst var að öll afturhaldssinnuð öfl í landinu höfðu lagzt á
eilt um það, að fá fram ýmsar ráðstafanir til að rýra lífskjör alþýð-
unnar, á starfstímabili sambandsins, sem nú er á enda og hindra með
öllu kjarabætur.
Um þetta vitnuðu bezt hinar harðvítugu deilur, sem getið er að
framan.
Eigi að síður er það staðreynd, að nú á þessu starfstímabili hafa
verið gerðir á vegum sambandsins og félaga þess ca. 150 kjarabóta-
saraningar eða réttara sagt: afköstin að þessu ieyti hafa orðið jöfn því
sem mest þekktist í sögu sambandsins áður þ. e. tímabilinu næsta á
undan.
Frá 1942 —1948: 350 kjarasamningar á vegum A.S.I.
Þannig hafa verið gerðir á vegum sambandsins og félaga þess frá
haustþinginu 1942 til dagsins í dag eða s.l. 6 ár, nálægt 350 kjara-
samningum sem hafa rétt verulega hlut hins vinnandi fólks. Á tíma-
bilinu 1936—1942 (þ. e. næstu 6 ár þar á undan munu hafa verið
gerðir um 150 kjarasamningar.
Tímabil stærstu kjarabóta
Á tímabilinu 1942—48 eru ekki aðeins gerðir flestir samningar. A
því tímabili vinnast einnigstersíu hagsmunasigrar x sögu samtakanna
á fjöldamörgum sviðum. Grunnkaupið hakkar úr kr. 1,45 í kr. 2,80
d kl.st. i dagvinnu.
Á þessu tímabili hækkar grunnkaup verkamanna í dagvinnu þann-
ig, að 1942 var það í Reykjavík kr. 1,45 á kl.st., en nú er það í öllum
helztu bæjum landsins, utan Vestfjarða, kr. 2,80 um kl.st.
8 stunda vinnudagur
Til ársins 1942 var almennt 10 stunda vinnudagur (dagvinna) og
þaðan af lengri, og fyrir yfirvinnu var greitt misjafnlega og illa. Á
þessu tímabili er 8 stunda vinnudagur bundinn samningum um allt
7