Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 108
bands isl. útvegsmanna annars vegar fyrir hönd Útgerðarmannafélags
Borgarnesi, Útvegsmannafélags Siglufjarðar, Útgerðarmannafélags Ak-
ureyrar, Útvegsmannafélags Norðfjarðar, Útvegsmannafélags Eski-
fjarðar og Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, og Alþýðusambands ís-
Gerðahrepps, h. f. Miðness, Sandgerði, h. f. Gríms og h. f. Fjarðar,
lands hins vegar fyrir hönd Verkalýðs- og sjómannafélags Gerða- og
Miðnesshrepps, Verkalýðsfélags Borgarness, Verkamannafélagsins
Þróttar Siglufirði, Sjómannafélags Akureyrar, Verkalýðsfélags Norð-
firðinga, Vélstjórafélagsins Gerpis, Norðfirði, Verkamannafélagsins
Árvakurs, Eskifirði, Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum og
Vélstjórafélags Vestmannaeyja.
Samningar náðust 2. júlí, og hafði þá verkfall staðið yfir frá 20.
júní. Höfuðbreytingin frá fyrri samningi er hækkun á lágmarks-
tryggingu til skipverja. En hún er nú samkvæmt þessum samningi
sem hér segir:
Grunnkaupstrygging til háseta ........................... kr. 610.00
— — matsveins á hringnót og rekn......— 726.00
— — matsveins á herpinót....... — 762.00
— — 1. vélstjóra .............. — 915.00
— — 2. vélstjóra .............. — 702.00
— — aðstoðarmanns ..................... — 305.00
Varðandi bræðslusíldarverðið varð samkomulag um að taka inn f
samninginn nýja grein svohljóðandi:
Landssamband íslenzkra útvegsmanna og Alþýðusamband íslands
vilja vinna sameiginlega að því, að verð það, er útgérðarmönnum og
sjómönnum verður greitt fýrir síld á komandi síldarvertíð verði sem
hæst og að Alþýðusamband íslands fyrir hönd sjómanna og Lands-
samband ísl. útvegsmanna fyrir hönd útgerðarmanna fái rétt til að
tilnefna fulltrúa til þess að gæta hagsmuna aðila í þessu efni.
Ennfremur voru gerðar ýmsar lagfæringar frá fyrri samningi.
Við þennan samning var einnig gerður viðauki, varðandi launa-
deilur þær, sem yfir stóðu í landinu, þegar samningurinn var undir-
ritaður. Lofar þar Landssamband fsl. útvegsmanna að virða að fullu
rétt þeirra verkalýðsfélaga, sem f deilu eiga.
Einnig varð samkomulag um það milli þeirra, sem að samningn-
um stóðu, að skrifa deiluaðilum sameiginlegt bréf, þar sem skorað
108