Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 95
Nýr kjarasamningur í Vík í Mýrdal
Þann S. febr. varð samkomulag um kaup og kjör verkafólks milli
Verkalýðsfélagsins Víkings i Vík i Mýrdal og vinnuveitenda þar.
Almennt verkamannakaup í dagvinnu er nú kr. 2.65 pr. klst. (áður
2.40) , kauptaxti kvenna er nú f dagvinnu kr. 1.80 pr. klst. (áður kr.
1.40) . Framangreint kaup er greitt með fullri vísitölu.
Eftirvinna er greidd með 50% álagi, en nætur- og helgidagavinna
með 100% álagi á dagvinnukaup.
Nýr sjómcnnasamningur í Veshnannaeyjum
Þann 5. febr. var undirritaður nýr kjarasamningur milli sjómanna-
félaganna í Eyjum, Jötuns og Vélstjórafélagsins annars vegar og Út-
vegsbændafélags Vestmannaeyja hins vegar. Hafði þá staðið yfir vinnu-
stöðvun f 8 daga eða frá 26. janúar. Fulltrúi ríkissáttasemjara, Frey-
móður Þorsteinsson, hafði reynt sáttaumleitanir en án árangurs. Torfi
Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, fór þá til Eyja til þess að reyna að
leysa deiluna og ennfremur fulltrúar Landssambands fsl. útvegs-
manna, þeir Sverrir Júlíusson, formaður sambandsins, og Jakob Hav-
steen, framkvæmdastjóri þess, og fulltrúar Alþýðusambands íslands,
þeir Jón Rafnsson, framkvæmdastjóri, og Guðmundur Vigfússon, er-
indreki. Unnu allir þessir menn að lausn deílunnar með samninga-
nefndum sjómanna og útvegsmanna. »
Samkvæmt hinum nýja samningi fá félagsbundnir sjómenn og vél-
stjórar forgangsrétt til vinnu á bátunum, en slfkt ákvæði hefur ekki
áður verið þar f samningum. Grunntrygging háseta er kr. 610.00 á
mánuði, 1. vélstjóra 915.00, 2. vélstjóra á togbát kr. 701.67 og netja-
manna kr. 752.50, allt grunnkaup.
Sjómannafélagið Jötunn og Vélstjórafélag Vestmannaeyja hafa með
þessum samningi náð hærri kauptryggingu en annars staðar gildir f
landinu. í deilunni reyndust samtök sjómanna hin traustustu að
vanda.
B'freiðasfjórasamnmgur í Stykkishólmi
Þann 10. febr. var undirritaður kjarasamningur milli Bifreiða-
stjóradeildar Verkalýðsfélags Stykkishólms og atvinnurekenda. Er
þetta fyrsti samningur, sem deildin gerir um kjör meðlima sinna.
95