Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 33
Mánudaginn 6. sept. s.l. bar framkvæmdastjóri sambandsins fram
þá ósk við Sigurjón Ólafsson, formann Sjómannafélags Reykjavíkur,
3ð fá í hendur bréf þau, sem farið hefðu á milli I.T.F. og sjómanna-
félagsstjórnarinnar um þessi mál, en Sigurjón tók fyrir það með
öllu, að nokkur slík bréfaskipti hefðu átt sér stað. En daginn eftir,
þegar Alþýðublaðið, birti bréf þau, ere fóru milli A.S.Í. og I.T.F. og
birt eru hér að framan, kom í ljós, að Sigurjón, form. Sjómannafél.
Reykjavíkur, þeirrar einu deildar, sem hér er starfandi i I.T.F. hafði
ekki farið með satt mál, en viljað leyna afskiptum sínum og félaga
sinna í stjórn S. R. af þessu máli.
Vér höfum krafizt þess af stjórn Sjómannafél. Reykjavíkur, að hún
sem hérlendur aðili í I.T.F., birti það sem farið fram milli hennar og
I.T.F. í þessu máli — en hún þvefskallast við.
En hvað sem því líður, er þegar komið í ljós, að I.T.F. hefur snúið
sér til stjórnar Sjómannafél. Reykjavíkur s.l. vetur og fengið þær
„upplýsingar", sem ollu fjandsamlegri afstöðu þess til íslenzkra sjó-
manna.
í þessu máli blasir við sú blákalda staðreynd nú, eins og 1923, að
Menkzir menn hafa s.l. vetur spillt fyrir málstað islenzkra sjómanna
við erlenda aðila. Fyrir 25 árum bitnaði það á meðlimum Sjómanna-
íélags Reykjavikur, nú á sjómönnum í Eyjum.
Þegar Alþýðublaðið krafðist fyrir 25 árum gagnanna á borðið,
þögðu stéttarandstæðingar alþýðunnar.
Nú krefur alþ-jiðan stjórn Sjómannafél. Reykjavíkur um plöggin á
borðið en nú er það hennar hlutverk að þegja.
Standið vörð um stéttareininguna
Tveir góðir sambandsfélagar, sinn af hvoru landshorninu, hafa
orðið fyrir þeim blandna heiðri, að fá trúnaðarbréf, dags. 21. ág. s.l„
frá svonefndri „verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins" — og sendu oss
það til yfirlits.
Bréf þetta inniheldur ráðleggingar til helztu trúnaðarmanna Al-
þýðuflokksins, um það hvernig haga skuli baráttunni við fulltrúa-
kjörið, sem nú er að hefjast, og rætt þar um hlutina umbúðalaust,
eins og vera ber í „eigin hóp“:
Vér látum nægja að birta hér fyrsta boðorðið af sex, sem gefin
33 3