Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Side 22

Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Side 22
Þegar til þess kom á árinu 1947 að vinna skyldi að áðurnefndri ályktun 19. þingsins varðandi uppsögn síldveiðisamninganna og bar- áttuna fyrir kauptryggingu sjómanna, sneri sambandsstjórn sór til sambandsfélaganna um samstarf. Þetta fór þó þannig, að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur tók sig enn út úr og bauðst til að semja við útgerðarmenn á bak við sam- bandið og hin félögin um 500 króna kauptryggingu um mánuðinn, og hefði þetta orðið að samningum, ef Verkalýðsfélag Akraness hefði ekki um þær mundir gert samning um 578 króna mánaðartryggingu. Úr því að svo var komið féllst .stjórn S. R. á að semja upp á sama. Það, að S. R. fékkst ekki til að hafa samstarf við önnur félög og sambandið um þetta mál, leiddi til þess, að sjómannafélögin í Vest- mannaeyjum, sem höfðu sett markið hærra en S. R., fengu það svar hjá útvegsmönnum, að ekki kæmi til mála að semja upp á hærri tryggingu í Eyjum en samið hefði verið um í Reykjavík, jafnvel þótt þeir viðurkenndu opinberlega, að annars mundu þeir hafa gengið inn á hærri tryggingu sjómönnum í Eyjum til handa. Sjómenn í Vestmannaeyjum fengu að vísu mun hærri tryggingu en hin fyrrnefndu félög, sem sé 610 kr. í stað 578—580 kr. fyrir háseta, en 915 kr. fyrir 1. vélstjóra o. s. frv. En vegna þessara ófélagslegu aðgerða og uúdirboða stjórnar S. R. kostaði þessi sigur sjómanna í Vestmannaeyjum 8 daga vinnustöðvun. Þetta var þó ekki nema forleikurinn að öðru. Vegið í sama knérunn Alþýðusambandið hafði snemma í jan. 1947 snúið sér símleiðis til viðkomandi sambandsfélaga varðandi endurskoðun eða uppsögn síldveiðisamninganna, og í því tilefni sendi sambandið S. R. 10. jan. bréf, þar sem mælzt var til samstarfs. Þegar svarið þótti dragast fram úr góðu hófi, sendi sambandið, 24. jan., ítrekunarbréf. — Kom þá svar frá stjórn S. R. svohljóðandi: „Reykjavik, 25. jan. 1947. Út af bréfi framkvæmdarstjóra Alþýðusambands íslands, Jóns Rafnssonar, dags. í gær, viljum við láta í ljós eftirfarandi: 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948
https://timarit.is/publication/1796

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.