Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 10
Stærsti sigurinn
Hér hafa vegna rúmleysis ekki verið tekin nema örfá dæmi um
árangrana í verkalýðsbaráttunni á tímabilinu frá 1942—18 en stærsti
sigurinn er þó ótalinn, sigur hinnar stéttarlegu einingar á haust-
þinginu 1942, þegar hið nýja skipulag Alþýðusambands íslands öðl-
aðist raunverulega form veruleikans. í krafti þessa grundvallarsigurs
hafa allir framanskráðir og ótaldir hagsmuna- og menningarsigrar
alþýðunnar á þessu tímabili unnist.
Með þeim sigri var alþýðan sameinuð undir eitt stéttarmerki, án
tillits til mismunandi stjórnmálaskoðana.
Tvær athyglisverðar myndir
Flokkadráttur og sundrung
Á meðan heildarsamtök alþýðunnar voru rekin sem pólitískur
flokkur og verkamönnum var mismunað í réttindum innan stéttar-
samtakanna, var með öllu útilokað að alþýðan gæti sem stétt sam-
einast um hagsmunamál sín. Ljósasta dæmið um vanmátt samtaka
hennar þá er sú staðreynd, að í Reykjavík, höfuðvígi hins garala
Alþýðusambands, var tímakaup verkamanna að mestu óbreytt frá
1924 til 1942, eða í nær tuttugu ár, og vinnudagurinn í 10 klukku-
stundum eða rneira.
Stéttarleg eining
Með sigri hinnar stéttarlegu einingar 1942 hafa þau umskipti
orðið, að innan sambandsins hefur verkafólki fjölgað úr ca. 12,500
í ca. 23.000 eða nær tvöfaldast félagatalan.
Á þessu tímabili (1942—48) liafa og verið gerðir fleiri kjarabótar-
samningar en í allri sögu sambandsins til 1942 og grunnkaup í dag-
vinnu hækkað ,úr kr. 1,45, er það var 1942, í kr. 2,80 á kl.st. Jafn-
framt hefur vinnudagurinn stytzt um 2 klukkustundir.