Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 59
eftir sömu reglum og kaupkröfur samkvæmt lögum nr. 14 frá 20.
okt. 1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.
3. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
í greinargerð sagði m. a.:
„Breyting sú, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi á 1. gr. or-
lofslaganna, er gerð til þess að afnema þann órétt, sem hlutarsjómenn
hafa orðið að búa við, og tryggja það, að allir sjómenn hefðu ótví-
ræðan og óskertan rétt til orlofs að öllu leyti á kostnað útgerðar-
manna.
hað liggur f augum uppi, hversu ósanngjarnt það er, að sú starfs-
stéttin, sem viðurkennt er, að vinni eitt erfiðasta og þarfasta verkið,
skuli ekki njóta réttar til jafns við aðrar starfsstéttir landsins, að því
er snertir skilyrði til hvíldar og hressingar."
Á 19. þingi Alþýðusambands fslands 1946 var eftirfarandi tillaga
samþ. einróma:
„Þingið krefst þess af Alþingi, að það breyti orlofslögunum í það
horf, að sjómenn njóti sama réttar um orlofsfé og aðrir launþegar."
Þetta frv. náði ekki fram að ganga á þessu þingi, og fluttu því
sömu flm. frv. þessu samhljóða á Alþ. 1947. (Var því útb. 22. okt.)
Fékk frv. þá afgreiðslu, að því var vísað til 2. umr. og heilbrigðis-
og félagsmálanefndar. Minnihluti nefndarinnar varð ekki sammála
um nefndarálit. Katrín Thoroddsen lagði til, að frv. yrði samþ.
óbreytt og gert að lögum, en annar minnihluti, Gylfi Þ. Gíslason,
var fylgjandi 1. gr. frv., en var á hinn bóginn andvígur 2. gr. frv. og
vildi fella hana burtu. — Meirihluti nefndarinnar (S. E. H., J. H.
og Helgi J.) var frv. andvígur. Frv. dagaði uppi á Alþingi.
Bygging verbúða
Á þingum Alþýðusambands íslands hafði oft verið rætt um hinn
slæma aðbúnað, er sjómönnum væri boðið upp á i verbúðum lands-
ms og á 19. þingi A.S.f. var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Sambandsþingið felur miðstjórn að beita sér fyrir því, að flutt
verði á Alþingi lagafrumvarp urn verbúðir og kveði það svo á, að
allar verbúðir verði nægilega rúmgóðar, vel hitaðar og búnar nauð-
synlegum hreinlætistækjum og matreiðslutækjum."
Síðan var flutt á Alþingi 1947 af Hermanni Guðmundssyni frum-
59