Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 9
land. Eftirvinna almennt greidd með 50—60% álagi og nætur- og
helgidagavinna með 100% álagi.
Orlof
Fyrsta verkamannafélagið, sem náði fram 8 stunda vinnudegi al-
mennt var Dagsbrún, undir stjórn Sigurðar Guðnasonar og annarra
sameiningarmanna. Verkamannafélagið Dagsbrún fékk þá einnig í
samninga sina ákvæði um hálfsmánaðar orlof verkamanna, fyrst allra
verkamannafélaga.
Á næsta ári varð þessi orlofssamningur Dagsbrúnar og fleiri sam-
bandsfélaga grundvöllur núgildandi orlofslaga.
Þannig hefur, fyrir beinan tilverknað verkalýðssamtakanna á þessu
timabili, hverjum vinnandi manni verið tryggt minnst i/2 mánaðar
orlof með fullu kaupi.
Einstakir kiarasamningcrr, sem hafa mikla þýðingu
Hér skal aðeins minnst á nokkra samninga, er gerðir hafa verið
á þessu tímabili og hafa sérstaka þýðingu fyrir heildina.
Með vegavinnusamningnum hefur fengizt viðurkenning hins opin-
bera á kaupi og kjörum verkalýðsfélaganna eins og þau eru á hverj-
um stað og tíma, og forgangsréttur félagsbundinna manna innan
A.S.Í. á hverju kjarasvæði tryggður. Samningur þessi hefur orðið
hin mesta lyftistöng verkalýðsfélaganna, og einkum þó hinna smærri
félaga í dreifbýlinu.
Samningur um kaup og kjör matreiðslukvenna i vega- og brúar-
gerð er einnig sá fyrsti af því tagi og hefur með honum matreiðslu-
stúlkum i þessari vinnu verið í fyrsta sinn tryggður vinnudagur sam-
bærilegur öðrum starfsstéttum, full greiðsla fyrir yfirvinnu og ör-
yggi gagnvart þeirri ofþrælkun, er áður þekktist.
Sildarverksmiðjusamningarnir á Norðurlandi færðu eigi aðeins
verkamönnum þýðingarmiklar kjarabætur og samræmingu kjara,
þeir voru jafnframt fyrstu heildarsamningarnir, sem gerðir hafa
verið á því sviði. Sama máli gegnir um samninga, er gerðir voru um
kjör á sildveiöiflotanum, þótt þeir næðu ekki yfir allan flotann.
9