Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 47
lega heilskyggnir menn skilja, að hinn samningsbundni forgangs-
réttur, sem nú gildir almennt fyrir félagsbundna menn, er einn mesti
sigur, er unnizt hefur í verkalýðsbaráttunni.
Einn mesti sigur andstæðinga verkalýðsins og óvinafagnaður yrði
það, ef alþýðan tapaði úr liöndum sér þessum ávinningi. Svo sem
kunnugt er og minnisstætt, var reynt með málshöfðun árið 1945 að
ræna verkalýðssamtökin þessum samningsbundna forgangsrétti fyrir
meðlimi þeirra.
heir, sem stóðu fyrir þessari málshöfðun, voru ckki atvinnurek-
endur, heldur Alþýðublaðsmennirnir Halldór og Erlingur Friðjóns-
synir á Akureyri.
Alþýðusambandið vann þetta mál, með dómi uppkveðnum af
Félagsdómi 4. júlí 1945.
Atvinnurekendur aðvaraSir
Hér að framan hafa verið rakin allmörg dæmi hins neikvæða hlut-
verks, sem þeir Alþýðublaðsmenn hafa unnið og vinna enn innan
heildarsamtakanna, þótt flest sé enn ótalið. Af þessum dæmum verður
ekki í efa dregið, hvorum aðiljanum, alþýðunni eða auðstéttinni,
þeir standa nær.
í ofsafengnum árásum sínum á stjórn sameiningarmanna í verka-
lýðssamtökunum og baráttu sinni fyrir endurheimt flokkseinræðisins
þar, hafa þeir oft og tíðum ekki vílað fyrir sér að vara atvinnurek-
endur opinberlega við „krafti" verkalýðssamtakanna undir stjórn
sameiningarmanna og uppmálað fyrir þeim hættuna, sem yfir þeim
vofði, ef þeir ekki hefðust eitthvað að til að fjarlægja hættuna.
í „Alþýðumanninum", blaði Halldórs Friðjónssonar á Akureyri, 7.
ágúst 1946 og „Alþýðublaðinu" síðar birtist grein undir nafninu
„Eining kúgunarinnar". Þar er talað til atvinnurekenda m. a. á
þessa lund, í sambandi við Alþýðusambands-kosningar 1946:
,Moskvamennirnir hafa reiknað leikinn út til enda. Hlutverki at-
vinnurekenda d aO vera lokið, þegar kommúnistar eru búnir að
hreiðra um sig i verkalýðshreyfingunni, eins og þeir þykjast þurfa til
að framkvcema eftirleikinn. Þá á að nota kraft verklýðsfélaganna til
að þjarma að alvinnurekendum með verkföllum, atvinnubönnum og
47