Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 58
uð málið var alltaf tekið af dagskrá, áður en það var útrætt, og
stundum tekið fyrir og tekið af dagskrá strax aftur, án þess að nokkr-
ar umræður væru liafðar. Fékkst þvf ekki atkvæðagreiðsla í málinu,
og dagaði frumvarpið loks uppi, enda hafði vísvitandi verið að því
stefnt af andstæðingum málsins, að svo yrði.
A meðan frumvarpið lá fyrir alþingi sýndu starfandi togarasjó-
menn þann mikla áhuga fyrir því að það yrði samþykkt, að Alþingi
bárust áskoranir frá meira en 400 sjómönnum um að samþykkja
frumvarpið.
Síðan var frumvarpið aftur flutt af sömu flutningsmönnum á haust-
þinginu 1947 og hlaut þá þau örlög að vera vísað til ríkisstjórnarinnar
samkvæmt tillögu meirihluta sjávarútvegsmálanefndar neðri deildar.
Flutningsmenn frumvarpsins og minnihluti sjávarútvegsmálanefnd-
ar (Áki Jakobsson) voru andvígir þessari afgreiðslu og vildu láta
samþykkja frumvarpið þá strax, þá afstöðu tóku einnig allir þing-
menn sósíalista og ennfremur Sigurður Bjarnason frá Vigur og Jó-
hann Ffafstein. Allir aðrir þingmenn neðri deildar, er voru viðstaddir
atkvæðagreiðslu um málið, greiddu atkvæði með því að vlsa málinu
til ríkisstjórnarinnar.
Ekki er því að neita, að málið hefur með þeirri afgreiðlu hlotið
nokkra viðurkenningu. Hefur nú verið skipuð nefnd, er á að endur-
skoða gildandi lög um hvíldartíma togarasjómanna.
Breytingar á orlofslögum
Á Alþingi 1946 fluttu þeir Hermann Guðmundsson og Sigurður
Guðnason eftirfarandi frumvarp um breytingu á lögum um orlof:
„1. gr. — 1. gr. laganna orðist svo:
Lög þessi gilda um allt fólk, sem starfar 1 þjónustu annarra, hvort
heldur einstaklinga eða hins opinbera.
Ná lög þessi jafnt til þeirra, er taka la'un sfn 1 hluta af verðmæti,
sem hinna, er taka laun sín 1 peningum.
Undanteknir eru þó iðnnemar, sbr. 9. gr. laga nr. 100 11. júní
1938, um iðnaðarnám.
2. gr. — 15. gr. laganna orðist svo:
Kröfur á hendur vinnuveitendum samkvæmt lögum þessum fyrnast
58