Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 89
manna (háseta og vélstjóra) úr kr. 250.00 í kr. 420.00 á mánuði á
vetrar- og vorvertíð. Ennfremur var samið um kauptryggingu á
sumar- og haustvertíð og skal hún vera kr. 320.00 á mánuði.
Nýr samningur á Borðeyri
í byrjun jan. var undirritaður samningur milli Verkalýðsfélags
Hrútfirðinga og atvinnurekenda. Samkvæmt þessurn samningi hækk-
aði kaup verkamanna úr kr. 2,20 í kr. 2,35 á klukkustund.
Sjómannasamningur á Akranesi
Þann 2. jan. voru undirritaðir kaup- og kjarasamningar sjómanna
á Akranesi, milli Verkalýðsfélags Akraness og útgerðarmanna.
Helztu breytingar frá fyrri samningi eru þær, að kauptrygging sjó-
manna hefur hækkað úr kr. 100.00 á viku (grunnkaup) í kr. 135.00,
en það jafngildir kr. 2.80 um klst. miðað við átta stunda vinnudag,
eða minnst kr. 560.00 á mánuði.
Þau nýmæli fengust einnig í samninginn, að útgerðarmenn kaupa
nú fiskinn hausaðan og slægðan af sjómönnum, án tillits til í hvaða
ástandi þeir selja hann eða hvernig þeir verka hann.
Þá er f 'samningnum ákvæði, sem tryggir aðkomusjómönnum frítt
ljós og hita í verbúðunum.
Sjómannasamningur í Stvkkishólmi
2. jan. var undirritaður kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Stykk-
ishólms og Útvegsmannafélags Stykkishólms. Samkvæmt samningnum
skulu vera helmingastaðaskipti á landróðrabátum, sem stunda veiðar
með línu, eru stærri en 10 smálestir og með 11 manna áhöfn. Frá
óskiptu dregst: Salt, beita, olía, feiti, tvistur, bjóðageymsla, bifreiða-
akstur og viðlegugjald, sem ekki fari þó yfir 800 kr. yfir vertíðina og
skal innifalið ljós og hiti i beitingaskýli. Skylt skal útgerðarmanni að
tryggja hverjum skipverja kr. 430.00 á mánuði, auk verðlagsuppbótar,
er greiðist í lok hvers mánaðar. Ráðningartimi skipverja er frá 2.
jan. til 11. maí. Forgangsréttur félagsbundinna manna í Alþýðusam-
bandi íslands er tryggður í samningnum en meðlimir Verkalýðs-
félags Stykkishólms gangi fyrir öðrum. Samningurinn gildir frá ári
til árs og er uppsögn bundin við 1. nóv.
89