Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 90
Nýr sjómannasamningur í Grundarfirði
Þaun 2. jan. gekk í gildi nýr samningur um kjör sjómanna og
vélamanna í Grundarfirði. Samkvæmt samningnum skal skipta afla
bátanna í tvo staði, þannig að annar helmingurinn fái skipverjar en
hinn útgerðarmaður. Af óskiptum afla greiðist olia og smurningur
til brennslu á vél, beita ög bjóðageymsla, bryggjugjald, kostnaður við
matreiðslu í landi, akstur á fiski frá bát að aðgerðarstað, verbúðar-
gjald og ljósagjald. Samkv. samningnum tryggja útgerðarmenn skip-
verjum kr. 450.00 á mánuði að viðbættri verðlagsuppbót meðan þeir
eru lögskráðir f skipsrúm. Aukaþóknun vélstjóra skal vera i/2 hlutur
fram yfir háseta og er hann greiddur af útgerðarmanni skipsins. Út-
gerðarmaður skal leggja hverjum sjómanni til frían sjóstakk, stígvél
og sjóhatt. Samningur þessi gildir yfir vetrarvertíðina 1947.
Nýr samningur Sjómannafélags Reykjavíkur
og Sjómannafélags Hafnarfjarðor
Þann 6. jan. voru undirritaðir samningar milli Sjómannafélags
Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar annars vegar og Lands-
sambands útvegsmanna hins vegar um kaup og kjör sjómanna á land-
róðrarbátum og útilegubátum.
Helztu breytingarnar frá fyrri samningi eru þessar:
Lágmarkstrygging hækkar úr kr. 250.00 á mánuði, miðað við þrjá-
tíu daga mánuð, í kr. 135.00 á viku.
Á bátum með 12 manna áhöfn skal skipt í 23 staði í stað 24 áður.
Aukaþóknun 2. vélstjóra umfram hlut hækkar úr kr. 50.00 x kr.
100.00 á mánuði.
Kostnaðarhluti bátsverja í leigu verbúða. skal reiknaður yfir þann
tíma, sem vertíðin stendur, samkvæmt mati húsaleigunefndar. Áður
var verbúðaleiga fyrir allt árið oft reiknuð með í kostnaði við bátinn.
Nýr samningur á Bíldudal
Þann 7. jan. var undirritaður samningur um kaup og kjör milli
Verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldudal og atvinnurekenda. Samkvæmt
þessum samningi hækkar kaup verkamanna í almennri vinnu úr kr.
2.20 í kr. 2.40 á klst. Tímakaup verkakvenna og unglinga hækkar úr
90